Innlent

Fundu spor fyrr í dag en erfitt sé að greina þau

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mannsins er leitað í Flateyjardal. Mynd tengist frétt ekki beint.
Mannsins er leitað í Flateyjardal. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm

Spor fundust í Flateyjardal þar sem björgunarsveitir leita að þýskum ferðamanni, ekki er víst hvort sporin tilheyri manninum sem um ræðir. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir 100 manns vera að störfum við leitina.

Ferðamaðurinn, Bernd Meyer er sagður hafa skilið bíl sinn eftir við eyðibýlið Hof fyrir tveimur vikum og haft síðast samband við eiginkonu sína þann 14. júlí síðastlliðinn. 

Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið eru viðbragðsaðilar á svæðinu að kanna hvort sporin sem fundust í dag geti tengst manninum en Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn segi að erfitt sé að greina ný spor frá gömlum.

Verið sé að nota dróna til þess að leita á svæðinu en það sé erfitt yfirferðar, skoðað verði að nota hunda við leitina en erfið veðurspá sé fram undan og reynt verði að gera eins mikið og hægt sé í dag. Spáð sé súld og verra skyggni á morgun og ekki megi stefna leitarfólki í hættu.

Þorgils Guðmundsson, formaður björgunarsveitarinnar Týs á Svalbarðseyri segir alla hafa verið boðaða heim og að leit virðist vera lokið. 

Tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra frá því fyrr í dag má sjá hér að neðan.

Fréttin var uppfærð klukkan 21:31


Tengdar fréttir

Þýsks ferðamanns leitað í Flateyjardal

Björgunarsveitir leita nú aldraðs þýsks ferðamanns í Flateyjardal milli Skjálfanda og Eyjafjarðar á Norðurlandi. Eiginkona mannsins heyrði síðast frá honum 14. júlí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×