Eldflaugar hæfðu flugskýli í loftárása Rússa í Kropyvnytskyi með þeim afleiðingum að fimm létust og að minnsta kosti 25 særðust, segir Andriy Raikovych, yfirmaður stjórnsýslu Kirovohrad-héraðs.
Að sögn embættismanna þar í landi voru tólf hinna særðu úkraínskir hermenn en þrettán almennir borgarar. Þá er talið að einn þeirra sem lést hafi verið hermaður en ekkert kemur fram um hina fjóra.
Loftárásir Rússa halda áfram en gagnárás Úkraínumanna styrkist
Kropyvnytskyi er í Kirovohrad-héraði sem er norðan við borgina Mykolaiv sem hefur setið undir reglulegum loftárásum Rússa.
Samkvæmt Ukrinform, ríkismiðli Úkraínu, skutu Rússar líka eldflaugum á Kropyvnytskyi í síðustu viku og drápu þrjá og særðu sextán.
Ásamt því að halda áfram árásum sínum á suður-, suðaustur- og austurhluta Úkraínu skutu Rússar eldflaugum á Kænugarð í morgun í fyrstu árásum þeirra á höfuðborgina í margar vikur.
Á sama tíma hafa Úkraínumenn hafið gagnárás í suðri til að endurheimta Kherson-hérað.
The illegal and unprovoked invasion of Ukraine is continuing.
— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 28, 2022
The map below is the latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 28 July 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/qMPs8CICqw
#StandWithUkraine pic.twitter.com/EcU9CGVPlz