Erlent

Fimm drepnir og 25 særðir í árás Rússa á Kropyvnytskyi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Úkraínskir hermenn á framlínunni í Kharkiv-héraði skjóta úr fallbyssum í átt að Rússum.
Úkraínskir hermenn á framlínunni í Kharkiv-héraði skjóta úr fallbyssum í átt að Rússum. AP/Evgeniy Maloletka

Fimm voru drepnir og 25 særðust í loftárás Rússa á Kropyvnytskyi fyrr í dag. Rússar halda áfram loftárásum sínum í suðri og austri Úkraínu en eru auk þess farnir að beina sjónum sínum aftur að Kænugarði í fyrsta skiptið í margar vikur.

Eldflaugar hæfðu flugskýli í loftárása Rússa í Kropyvnytskyi með þeim afleiðingum að fimm létust og að minnsta kosti 25 særðust, segir Andriy Raikovych, yfirmaður stjórnsýslu Kirovohrad-héraðs.

Að sögn embættismanna þar í landi voru tólf hinna særðu úkraínskir hermenn en þrettán almennir borgarar. Þá er talið að einn þeirra sem lést hafi verið hermaður en ekkert kemur fram um hina fjóra.

Loftárásir Rússa halda áfram en gagnárás Úkraínumanna styrkist

Kropyvnytskyi er í Kirovohrad-héraði sem er norðan við borgina Mykolaiv sem hefur setið undir reglulegum loftárásum Rússa. 

Samkvæmt Ukrinform, ríkismiðli Úkraínu, skutu Rússar líka eldflaugum á Kropyvnytskyi í síðustu viku og drápu þrjá og særðu sextán.

Ásamt því að halda áfram árásum sínum á suður-, suðaustur- og austurhluta Úkraínu skutu Rússar eldflaugum á Kænugarð í morgun í fyrstu árásum þeirra á höfuðborgina í margar vikur. 

Á sama tíma hafa Úkraínumenn hafið gagnárás í suðri til að endurheimta Kherson-hérað.


Tengdar fréttir

Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og My­kola­iv í nótt

Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×