Stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 08:01 Cristiano Ronaldo þarf líklega bara að sætta sig við það að spila áfram með Manchester United. Getty/Bryn Lennon Framtíð Cristiano Ronaldo hefur verið upp í lofti síðustu vikur eftir að það lak út að hann vildi spila með liði sem væri með í Meistaradeildinni. Þar verður lið Manchester United ekki á komandi leiktíð. Eitt af fjölmörgum stórliðum sem voru orðuð við Ronaldo er lið Atletico Madrid. Ronaldo á náttúrulega flest markametin hjá nágrönnum og erkifjendum þeirra í Real Madrid og fór oft illa með Atletico Madrid á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ekkert verður að því að Ronaldo fari til Atletico en hann sneri aftur til Manchester til að ræða málin við nýja knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Þar vóg örugglega þungt að stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo og sendi félaginu formlega tilkynningu þess vegna. Þar var ekki talað undir rós. „Í ljósi þess að félagið á möguleika á að fá Cristiano Ronaldo, og ef að það sé meira en orðrómur, þá lýsum við yfir algjörri andstöðu við slík áform. Umræddur leikmaður stendur fyrir andstöðu þeirra gilda sem hafa byggt upp Atleti eins og vinnusemi, gjafmildi, hógværð og auðmýkt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni frá Union Internacional de Peñas Atletico de Madrid. Así es el Comunicado Oficial de la Unión Internacional de Peñas del Atlético de Madrid Rechazan rotundamente el posible fichaje de Cristiano Ronaldo por ser "un jugador en franca decadencia" que "representa la antítesis de los valores del Atleti" ¿Estás de acuerdo? pic.twitter.com/VBZB4Bt5fG— Diario AS (@diarioas) July 27, 2022 Stuðningsmenn Atletico héldu líka uppi borða á æfingarleik liðsins á móti Numancia þar sem þeir mótmæltu hugsanlegri komu Ronaldo. „Þrátt fyrir að svo ólíklega vildi til, að hnignandi leikmaður eins og Cristiano Ronaldo myndi tryggja okkur titil, þá myndum við aldrei sætta okkur við komu hans. Hann myndi aldrei vinna sér inn ást okkar eða viðurkenningu,“ sagði enn fremur í þessu harðorða bréfi. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Eitt af fjölmörgum stórliðum sem voru orðuð við Ronaldo er lið Atletico Madrid. Ronaldo á náttúrulega flest markametin hjá nágrönnum og erkifjendum þeirra í Real Madrid og fór oft illa með Atletico Madrid á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ekkert verður að því að Ronaldo fari til Atletico en hann sneri aftur til Manchester til að ræða málin við nýja knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Þar vóg örugglega þungt að stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo og sendi félaginu formlega tilkynningu þess vegna. Þar var ekki talað undir rós. „Í ljósi þess að félagið á möguleika á að fá Cristiano Ronaldo, og ef að það sé meira en orðrómur, þá lýsum við yfir algjörri andstöðu við slík áform. Umræddur leikmaður stendur fyrir andstöðu þeirra gilda sem hafa byggt upp Atleti eins og vinnusemi, gjafmildi, hógværð og auðmýkt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni frá Union Internacional de Peñas Atletico de Madrid. Así es el Comunicado Oficial de la Unión Internacional de Peñas del Atlético de Madrid Rechazan rotundamente el posible fichaje de Cristiano Ronaldo por ser "un jugador en franca decadencia" que "representa la antítesis de los valores del Atleti" ¿Estás de acuerdo? pic.twitter.com/VBZB4Bt5fG— Diario AS (@diarioas) July 27, 2022 Stuðningsmenn Atletico héldu líka uppi borða á æfingarleik liðsins á móti Numancia þar sem þeir mótmæltu hugsanlegri komu Ronaldo. „Þrátt fyrir að svo ólíklega vildi til, að hnignandi leikmaður eins og Cristiano Ronaldo myndi tryggja okkur titil, þá myndum við aldrei sætta okkur við komu hans. Hann myndi aldrei vinna sér inn ást okkar eða viðurkenningu,“ sagði enn fremur í þessu harðorða bréfi.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira