Sádar hyggjast byggja ofurborg framtíðarinnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 16:35 Neom samanstendur af tveimur skýjakjúfum sem spegla hvor annan og teygja sig eina 170 kílómetra meðfram Rauðahafinu. NEOM Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hélt kynningu á Neom, fyrirhugaðri ofurborg, í vikunni. Hún mun innihalda tvo skýjakljúfa sem standa hvor á móti öðrum og teygja sig 170 kílómetra eftir Rauðahafinu. Fyrsti fasi uppbyggingarinnar nær til 2030 og mun kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaða uppbyggingu framtíðarborgarinnar Neom árið 2017 en drögin að borginni hafa tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum fimm árum. Nú á mánudag sýndi Mohammed bin Salman, prins Sádi-Arabíu frá nýjustu útgáfu af drögum borgarinnar. Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hjarta hennar Línan, tveir skýjakljúfar sem standa andspænis hvor öðrum og eru spegilmyndir hvor annars. Skýjakljúfarnir verða aðeins 200 metrar á breidd en 170 kílómetrar að lengd. Að sögn sádi-arabískra yfirvalda er búið að koma upp flugvelli við Neom en það er ekki ljóst hvort uppbygging á borginni sjálfri sé hafin. Skýjakljúfar eða skýjaglópar? Þá segir að borgin verði bíllaus með öllu og að íbúar hennar eigi að geta sótt sér alla nærþjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð. Einnig verði hægt að ferðast borgina endanna á milli á aðeins tuttugu mínútum þökk sé hraðlest. Tölvuteikning af öðrum enda Línunnar við Rauðahafið.NEOM Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hún knúinn með endurnýtanlegri orku og innan hennar verði allan ársins hring „temprað örloftslag með náttúrulegri loftræstingu.“ Fyrri loftslagsmarkmið konungsríkisins hafa hins vegar vakið efasemdir umhverfisverndarsinna. Krónprinsinn segir að íbúafjöldi Neom muni nái 1,2 milljón árið 2030 og verði orðinn níu milljónir árið 2045. Uppbygging borgarinnar sé einnig þáttur í landlægri fólksfjölgun Sádí-Arabíu en krónprinsinn bindur vonir við að íbúafjöldi landsins nái upp í 100 milljónir manna árið 2040, úr 34 milljónum manna í dag. Að sögn krónprinsins mun fyrsti fasi uppbyggingarinnar, sem nær til 2030, kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 36 þúsund milljarðar íslenskra króna). Myndirnar af Neom úr kynningarmyndbandi Sáda er nánast of gott til að vera satt, svo ótrúlegar eru myndirnar þaðan.NEOM Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaða uppbyggingu framtíðarborgarinnar Neom árið 2017 en drögin að borginni hafa tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum fimm árum. Nú á mánudag sýndi Mohammed bin Salman, prins Sádi-Arabíu frá nýjustu útgáfu af drögum borgarinnar. Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hjarta hennar Línan, tveir skýjakljúfar sem standa andspænis hvor öðrum og eru spegilmyndir hvor annars. Skýjakljúfarnir verða aðeins 200 metrar á breidd en 170 kílómetrar að lengd. Að sögn sádi-arabískra yfirvalda er búið að koma upp flugvelli við Neom en það er ekki ljóst hvort uppbygging á borginni sjálfri sé hafin. Skýjakljúfar eða skýjaglópar? Þá segir að borgin verði bíllaus með öllu og að íbúar hennar eigi að geta sótt sér alla nærþjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð. Einnig verði hægt að ferðast borgina endanna á milli á aðeins tuttugu mínútum þökk sé hraðlest. Tölvuteikning af öðrum enda Línunnar við Rauðahafið.NEOM Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hún knúinn með endurnýtanlegri orku og innan hennar verði allan ársins hring „temprað örloftslag með náttúrulegri loftræstingu.“ Fyrri loftslagsmarkmið konungsríkisins hafa hins vegar vakið efasemdir umhverfisverndarsinna. Krónprinsinn segir að íbúafjöldi Neom muni nái 1,2 milljón árið 2030 og verði orðinn níu milljónir árið 2045. Uppbygging borgarinnar sé einnig þáttur í landlægri fólksfjölgun Sádí-Arabíu en krónprinsinn bindur vonir við að íbúafjöldi landsins nái upp í 100 milljónir manna árið 2040, úr 34 milljónum manna í dag. Að sögn krónprinsins mun fyrsti fasi uppbyggingarinnar, sem nær til 2030, kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 36 þúsund milljarðar íslenskra króna). Myndirnar af Neom úr kynningarmyndbandi Sáda er nánast of gott til að vera satt, svo ótrúlegar eru myndirnar þaðan.NEOM
Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00