Átök Rússlands og vesturveldanna ná út í geim Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2022 16:08 Alþjóðlega geimstöðin sést hér fyrir ofan Persaflóa. NASA Rússar hyggjast slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024 og byggja upp sína eigin geimstöð. Yuri Borisov, nýr yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos, segir Rússar ætla að efna allar skuldbindingar sínar fram að því en þeir hafa átt í samstarfi við Bandaríkin og fleiri ríki um rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá árinu 1998. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu en samskipti Rússlands og Vesturlanda hafa versnað til muna eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Fram að þessu virtust átökin hafa haft lítil áhrif á samstarf ríkjanna í geimnum en nú er breyting þar á. Fyrir innrásina höfðu Rússar áður hótað því að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni í kjölfar efnahagslegra refsiaðgerða vesturvelda. Fimm geimvísindastofnanir standa að baki Alþjóðlegu geimstöðinni sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998 og nýtt til að framkvæma þúsundir vísindatilrauna. Auk NASA og Roskosmos taka geimferðastofnanir Evrópu, Japans og Kanada þátt í verkefninu. NASA ekki enn borist formleg tilkynning Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi starfsemi geimstöðvarinnar fram til ársins 2024 og hafa Bandaríkin kallað eftir því að allir samstarfsaðilarnir samþykki að framlengja samkomulagið um sex ár. Borisov tók við stjórn Roskosmos eftir að Vladimir Putin Rússlandsforseti rak forvera hans Dmitrí Rogozin fyrr í júlí en sá hafði hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu. Að sögn BBC tilkynnti Borisov ákvörðunina á fundi sínum með Putin og bætti við að uppsetning nýrrar rússneskrar geimstöðvar yrði forgangsverkefni stofnunarinnar. Frá fundi Yuri Borisov og Vladimir Putin í Kreml í dag. Epa/MIKHAIL KLIMENTYEV Fulltrúi NASA segir í samtali við fréttaveituna Reuters að geimferðastofnunin hafi ekki enn verið formlega tilkynnt um þessa stefnubreytingu Rússa. Rússar hafa reglulega talað um að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni og hefja eigið geimstöðvarverkefni en lengi var óljóst hversu mikil alvara lægi þar að baki. Jonathan Amos, fréttamaður BBC, segir ljóst að slíkt verkefni yrði kostnaðarsamt fyrir rússnesk stjórnvöld og kallaði á meiri fjármuni en þau hafi veitt til geimferðaáætlunar fram til þessa. Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04 Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu en samskipti Rússlands og Vesturlanda hafa versnað til muna eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Fram að þessu virtust átökin hafa haft lítil áhrif á samstarf ríkjanna í geimnum en nú er breyting þar á. Fyrir innrásina höfðu Rússar áður hótað því að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni í kjölfar efnahagslegra refsiaðgerða vesturvelda. Fimm geimvísindastofnanir standa að baki Alþjóðlegu geimstöðinni sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998 og nýtt til að framkvæma þúsundir vísindatilrauna. Auk NASA og Roskosmos taka geimferðastofnanir Evrópu, Japans og Kanada þátt í verkefninu. NASA ekki enn borist formleg tilkynning Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi starfsemi geimstöðvarinnar fram til ársins 2024 og hafa Bandaríkin kallað eftir því að allir samstarfsaðilarnir samþykki að framlengja samkomulagið um sex ár. Borisov tók við stjórn Roskosmos eftir að Vladimir Putin Rússlandsforseti rak forvera hans Dmitrí Rogozin fyrr í júlí en sá hafði hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu. Að sögn BBC tilkynnti Borisov ákvörðunina á fundi sínum með Putin og bætti við að uppsetning nýrrar rússneskrar geimstöðvar yrði forgangsverkefni stofnunarinnar. Frá fundi Yuri Borisov og Vladimir Putin í Kreml í dag. Epa/MIKHAIL KLIMENTYEV Fulltrúi NASA segir í samtali við fréttaveituna Reuters að geimferðastofnunin hafi ekki enn verið formlega tilkynnt um þessa stefnubreytingu Rússa. Rússar hafa reglulega talað um að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni og hefja eigið geimstöðvarverkefni en lengi var óljóst hversu mikil alvara lægi þar að baki. Jonathan Amos, fréttamaður BBC, segir ljóst að slíkt verkefni yrði kostnaðarsamt fyrir rússnesk stjórnvöld og kallaði á meiri fjármuni en þau hafi veitt til geimferðaáætlunar fram til þessa.
Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04 Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04
Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00