Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2022 14:04 Dmitrí Rogozin er vinstra megin við þá Vladimír Pútín og Alexander Lukasjenka, einræðisherra Rússlands og Úkraínu. EPA/MIKHAIL KLIMENTYEV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. Rogozin tók við stjórn Roscosmos árið 2018 en samkvæmt ríkismiðlinum RIA rak Pútín Rogozin í dag og tekur brottrekstur hans strax gildi. Engin ástæða hefur verið gefin upp fyrir brottrekstrinum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem hann hefur meðal annars hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Sjá einnig: Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Orð Rogozin virðast hafa verið innantóm en hegðun hans er þrátt fyrir það sögð hafa komið niður á samstarfi Roscosmos við geimvísindastofnanir Vesturlanda, samkvæmt frétt Ars Techinca. Versnandi samstarf við Vesturlönd Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Það samstarf virðist þó hafa versnað verulega á undanförnum vikum og mánuðum. Sjá einnig: Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Fyrr í þessum mánuði, eða þann 7. júlí, gagnrýndu forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Evrópu (ESA) og Kanada (CSA) Roscosmos harðlega eftir að rússneskir geimfarar notuðu Alþjóðlegu geimstöðina í pólitískum tilgangi með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Úkraínu og fagna því að Rússar hefðu náð stjórn á öllu Luhansk-héraði í Úkraínu. Nokkrum dögum síðar neitaði Rogozin að svara símtali frá Bill Nelson, yfirmanni NASA. Fyrr í þessari viku lýstu vorsvarsmenn ESA því yfir að samstarfi við Rússa um ExoMars þjarkan, sem senda á til mars, yrði slitið. Rogozin brást reiður við því og gagnrýndi Josef Aschbacher, yfirmann ESA, á Telegram. Þetta var þann 12. júlí en seinna sama dag, hótaði Rogozin því að Rússar myndu ekki leyfa öðrum að nota evrópska vélarminn á Alþjóðlegu geimstöðinni en hann var festur við rússneska hluta geimstöðvarinnar fyrir um ári síðan. Versnandi staða Rússa Undanfarin ár hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands. Sá iðnaður hefur um árabil staðið á sterkum stoðum Souyz-eldflaugana en þær hafa verið mjög áreiðanlegar og voru um tíma þær einu sem hægt var að nota til að senda geimfara til geimstöðvarinnar. Þau ríki sem að geimstöðinni komu borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskotin. Þeir dagar eru þó liðnir. Eldflaugarnar eru orðnar frekar gamlar og Roscosmos hefur ekki getað staðið við eigin markmið um fjölda geimskota á ári. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Sjá einnig: Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Rússneskt dagblað, sem tengist yfirvöldum landsins, birti í desember ítarlega grein um slæma stöðu geimiðnaðarins í Rússlandi. Í þeirri grein var Rogozin gagnrýndur harðlega og því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá. Stofnunin notaðist við úr sér genginn búnað og tækni og hana skorti hæft starfsfólk. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Vladimír Pútín Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Rogozin tók við stjórn Roscosmos árið 2018 en samkvæmt ríkismiðlinum RIA rak Pútín Rogozin í dag og tekur brottrekstur hans strax gildi. Engin ástæða hefur verið gefin upp fyrir brottrekstrinum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem hann hefur meðal annars hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Sjá einnig: Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Orð Rogozin virðast hafa verið innantóm en hegðun hans er þrátt fyrir það sögð hafa komið niður á samstarfi Roscosmos við geimvísindastofnanir Vesturlanda, samkvæmt frétt Ars Techinca. Versnandi samstarf við Vesturlönd Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Það samstarf virðist þó hafa versnað verulega á undanförnum vikum og mánuðum. Sjá einnig: Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Fyrr í þessum mánuði, eða þann 7. júlí, gagnrýndu forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Evrópu (ESA) og Kanada (CSA) Roscosmos harðlega eftir að rússneskir geimfarar notuðu Alþjóðlegu geimstöðina í pólitískum tilgangi með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Úkraínu og fagna því að Rússar hefðu náð stjórn á öllu Luhansk-héraði í Úkraínu. Nokkrum dögum síðar neitaði Rogozin að svara símtali frá Bill Nelson, yfirmanni NASA. Fyrr í þessari viku lýstu vorsvarsmenn ESA því yfir að samstarfi við Rússa um ExoMars þjarkan, sem senda á til mars, yrði slitið. Rogozin brást reiður við því og gagnrýndi Josef Aschbacher, yfirmann ESA, á Telegram. Þetta var þann 12. júlí en seinna sama dag, hótaði Rogozin því að Rússar myndu ekki leyfa öðrum að nota evrópska vélarminn á Alþjóðlegu geimstöðinni en hann var festur við rússneska hluta geimstöðvarinnar fyrir um ári síðan. Versnandi staða Rússa Undanfarin ár hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands. Sá iðnaður hefur um árabil staðið á sterkum stoðum Souyz-eldflaugana en þær hafa verið mjög áreiðanlegar og voru um tíma þær einu sem hægt var að nota til að senda geimfara til geimstöðvarinnar. Þau ríki sem að geimstöðinni komu borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskotin. Þeir dagar eru þó liðnir. Eldflaugarnar eru orðnar frekar gamlar og Roscosmos hefur ekki getað staðið við eigin markmið um fjölda geimskota á ári. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Sjá einnig: Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Rússneskt dagblað, sem tengist yfirvöldum landsins, birti í desember ítarlega grein um slæma stöðu geimiðnaðarins í Rússlandi. Í þeirri grein var Rogozin gagnrýndur harðlega og því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá. Stofnunin notaðist við úr sér genginn búnað og tækni og hana skorti hæft starfsfólk. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu.
Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Vladimír Pútín Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira