Fótbolti

Daníel Leó í liði umferðarinnar í Póllandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Daníel Leó Grétarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Slask Wroclaw um helgina.
Daníel Leó Grétarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Slask Wroclaw um helgina. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images

Landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson, leikmaður Slask Wroclaw, hefur verið valinn í lið umferðarinnar í pólsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir frammistöðu hans gegn Pogon Szczec­in í annarri umferð tímabilsins.

Daníel gekk í raðir Slask Wroclaw frá enska félaginu Blackpool á Englandi í janúar á þessu ári, en hann skoraði sigurmark liðsins gegn Pogon Szczecin um helgina. Daníel og félagar unnu leikinn 2-1 og var þetta fyrsta mark Daníels fyrir félagið.

Það er pólska úrvalsdeildin sem birti lið umferðarinnar og þar má sjá Daníel í stöðu miðvarðar. Hann er eini leikmaður Slask Wroclaw sem er valinn í liðið.

Daníel og félagar hafa byrjað tímabilið á einu jafntefli og einum sigri og eru því með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Á seinasta tímabili endaði liðið í 15. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×