Fótbolti

Lor­ena Baumann mætt aftur til Þróttar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lorena Baumann lék með Þrótti á seinasta tímabili.
Lorena Baumann lék með Þrótti á seinasta tímabili. zVg

Knattspyrnudeild Þróttar R. hefur samið við svissnesku knattspyrnukonuna Lor­ena Baumann um að leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu.

Baumann er því komin til Þróttar á nýjan leik, en hún lék með liðinu í Bestu-deildinni á seinustu leiktíð. Þá kom hún frá Zürich í heimalandinu og lék 15 leiki í Bestu-deildinni.

 Hún hélt svo aftur til heimalandsins á seinasta tímabili og lék með St. Gal­len, en er nú aftur mætt til Þróttar þar sem hún mun leika seinni hluta tímabilsins á Íslandi. Baumann er 25 ára bakvörður sem á að baki tvo leiki fyrir svissneska landsliðið.

 Þróttur situr í fimmta sæti Bestu-deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki, níu stigum á eftir toppliði Vals. Baumann mun styrkja liðið í baráttunni um




Fleiri fréttir

Sjá meira


×