Fótbolti

Breiðablik sækir annan leikmann úr sænsku úrvalsdeildinni

Atli Arason skrifar
Nichole Persson ásamt þjálfaranum Ásmundi Arnarssyni
Nichole Persson ásamt þjálfaranum Ásmundi Arnarssyni Knattspyrnudeild Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks tilkynnti fyrr í dag um félagskipti Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir komandi átök í Bestu-deild kvenna en rétt í þessu tilkynnti félagið einnig komu markvarðarins Nichole Persson frá Piteå.

Nichole Persson er sænskur markvörður sem hefur meðal annars spilað með Piteå og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Persson lék 14 leiki með Piteå á síðasta leiktímabili og hélt marki sínu hreinu í fimm þeirra. Markvörðurinn skrifaði undir samning við Breiðablik sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil.

Blikar kveðja í leiðinni markvörðinn Anítu Dögg Guðmundsdóttur sem heldur til Alabama í Bandaríkjunum til að leika í háskólaboltanum þar í landi.

Það hefur því verið nóg að gera á skrifstofu Breiðabliks síðustu daga en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti 26. júlí


Tengdar fréttir

Agla María snýr aftur í Breiðablik

Agla María Albertsdóttir hefur fengið félagaskipti í Breiðablk frá sænska félaginu Häcken. Þetta kemur fram á heimasíðu knattspyrnusambands Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×