Erlent

Þrjú látin eftir skot­á­rás í Langl­ey í Kanada

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Tvö eru alvarlega særð.
Tvö eru alvarlega særð. Darryl Dyck/The Canadian Press/AP

Þrjú eru látin eftir skotárás í borginni Langley í Bresku-Kólumbíu, árásarmaðurinn með talinn. 

Um klukkan 6:15 að staðartíma var íbúum á svæðinu tilkynnt að skotárásir hafi átt sér stað á nokkrum stöðum í miðborg Langley og á einum stað í hinu nærliggjandi sveitarfélagi Langley Township. Lögreglan staðfestir við kanadíska ríkisútvarpið CBC að einn hafi verið handtekinn rétt fyrir klukkan 7, eða um 14 að íslenskum tíma. Áfram sé unnið að því að kanna hvort hinn grunaði hafi verið einn að verki.

Tvö önnur eru alvarlega slösuð en árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu. CBC greinir frá þessu

Lögreglan á svæðinu segir ekkert vitað um ástæðurnar að baki árásinni eða hvort árásarmaðurinn sé tengdur fórnarlömbunum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×