Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2022 23:04 Lavrov segir Rússa ekki hafa valdið hungursneyð heldur séu sögur um það lygar frá Vesturlöndum. Rússneska utanríkisráðuneytið Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þvertekur fyrir það að Rússar hafi valdið hungursneyð um allan heim. Hann segir Vesturlönd vera að reyna að sýna fram á að þau séu sterkari en aðrar þjóðir. Lavrov er þessa stundina staddur í Egyptalandi þar sem hann ræðir við leiðtoga þjóða í Arababandalaginu. Margar þjóðir í Miðausturlöndunum hafa þurft að glíma við hungursneyð vegna skorts á korni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Þeir segja að allir þurfi að styðja bandalag byggt á reglum og reglurnar eru skrifaðar eftir því ástandi sem Vesturlönd vilja leysa að hverju sinni,“ sagði Lavrov sem vill meina að Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika. Leitar bandamanna í Afríku Lavrov mun næst halda til Afríku og fara til Eþíópíu, Úganda og Lýðveldisins Kongó. Talið er að þar muni hann einnig halda því fram að Rússar hafi ekkert að gera með hungursneyðina sem löndin eru að glíma við þessa stundina. Hann hefur lofað löndum í Afríku að ef þau skildu hjálpa Rússlandi í baráttu sinni gegn Vesturlöndunum þá ætli Rússar að hjálpa þeim að „afnýlenduvæðast“. Helstu kaupendur rússnesks korns eru lönd í Afríku og Miðausturlöndunum og því vill Lavrov tryggja það að hann missi ekki trygga viðskiptavini. Samningar skulu standa - í nokkra klukkutíma Rússland skrifaði undir samning við Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar fyrir helgi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Rússar hafa hingað til hindrað það að Úkraínumenn nái að flytja út korn sitt sem hefur valdið matvælakrísu um allan heim og miklum efnahagsvandræðum í Úkraínu. Samningnum var fagnað ákaft af Úkraínumönnum og fleirum en Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði meðal annars að samningurinn væri það mikilvægasta sem hann hefur gert hjá samtökunum. Rússar stóðu þó við loforð sitt í afar skamman tíma og vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa nokkrum klukkutímum eftir undirritun samningsins. Í höfninni voru nokkrar af korngeymslum úkraínsku þjóðarinnar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Matvælaframleiðsla Egyptaland Tengdar fréttir Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53 Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22 Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Lavrov er þessa stundina staddur í Egyptalandi þar sem hann ræðir við leiðtoga þjóða í Arababandalaginu. Margar þjóðir í Miðausturlöndunum hafa þurft að glíma við hungursneyð vegna skorts á korni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Þeir segja að allir þurfi að styðja bandalag byggt á reglum og reglurnar eru skrifaðar eftir því ástandi sem Vesturlönd vilja leysa að hverju sinni,“ sagði Lavrov sem vill meina að Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika. Leitar bandamanna í Afríku Lavrov mun næst halda til Afríku og fara til Eþíópíu, Úganda og Lýðveldisins Kongó. Talið er að þar muni hann einnig halda því fram að Rússar hafi ekkert að gera með hungursneyðina sem löndin eru að glíma við þessa stundina. Hann hefur lofað löndum í Afríku að ef þau skildu hjálpa Rússlandi í baráttu sinni gegn Vesturlöndunum þá ætli Rússar að hjálpa þeim að „afnýlenduvæðast“. Helstu kaupendur rússnesks korns eru lönd í Afríku og Miðausturlöndunum og því vill Lavrov tryggja það að hann missi ekki trygga viðskiptavini. Samningar skulu standa - í nokkra klukkutíma Rússland skrifaði undir samning við Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar fyrir helgi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Rússar hafa hingað til hindrað það að Úkraínumenn nái að flytja út korn sitt sem hefur valdið matvælakrísu um allan heim og miklum efnahagsvandræðum í Úkraínu. Samningnum var fagnað ákaft af Úkraínumönnum og fleirum en Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði meðal annars að samningurinn væri það mikilvægasta sem hann hefur gert hjá samtökunum. Rússar stóðu þó við loforð sitt í afar skamman tíma og vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa nokkrum klukkutímum eftir undirritun samningsins. Í höfninni voru nokkrar af korngeymslum úkraínsku þjóðarinnar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Matvælaframleiðsla Egyptaland Tengdar fréttir Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53 Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22 Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42
Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53
Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22
Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44