„Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. desember 2025 14:32 Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Vísir/Samsett Borgar- og áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar segja það óásættanlegt að gestalista fyrir móttökur borgarstjórnar hafi verið breytt án þess að þeir voru upplýstir. Borgarfulltrúi segir ákvörðunina einkennast af hugsunarleysi. Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sendi fyrirspurn á forsætisnefnd Reykjavíkurborgar eftir að barnabókarverðlaunin voru veitt. Hún fékk tilkynningu um veitingu verðlaunanna, viðburð sem hún hefði sjálf viljað sækja. Eftir smá grennslan kom í ljós að hún fékk aldrei boð á móttökuna, líkt og venjan er. „Ég hef reynt að mæta á þessar verðlaunaafhendingar til að sýna virðingu og vera fulltrúi míns flokks fyrir verðlaun sem eru veitt fyrir hönd borgarinnar, þetta er ákveðinn hluti af starfinu,“ segir Magnea. Hún hafði því samband við nefndina, sem sér um mál líkt og þessi. Í svari fyrirspurnarinnar segir að, þrátt fyrir reglur borgarstjórnar um móttökur, miði gestalistinn í dag við fulltrúa í borgarráði, borgarritara og fulltrúa þeirra ráða og sviða borgarinnar sem tengjast viðfangsefni móttökunnar. „Áður var aðal borgarfulltrúum, fyrstu varaborgarfulltrúum, embættismönnum og sviðsstjórum boðið en með núverandi fyrirkomulagi er talið að gestalistinn endurspegli betur hverja móttöku og þann málaflokk sem um ræðir,“ segir í svarinu. „Einkennilegt og óásættanlegt“ Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Þar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og áheyrnarfulltrúi Viðreisnar fram bókun. „Einkennilegt og óásættanlegt er að borgarstjóri hafi ákveðið, upp á sitt eindæmi, að takmarka aðgang borgarfulltrúa að opinberum móttökum Reykjavíkurborgar, þar á meðal verðlaunaafhendingum á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald þar sem borgarstjórn starfar sem ein heild og eru móttökurnar haldnar fyrir hönd allra borgarstjórnar, ekki einstakra stjórnenda,“ sögðu fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar fyrir helgi. Tekið er fram að forsætisnefnd beri ábyrgð á yfirumsjón móttaka og því sé óeðlilegt að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafi tekið ákvörðun um að breyta gestalistanum án þess að láta vita. „Verðlaun og viðurkenningar eru veitt af allri borgarstjórn, jafnvel þótt borgarstjóri afhendi þau formlega. Það réttlætir ekki að takmarka aðkomu kjörinna fulltrúa að slíkum viðburðum né verður séð að um sparnað sé að ræða. Málið snýst ekki um að einstaka fulltrúar sæki móttökur, heldur ásýnd borgarstjórnar út á við og virðingu við þá einstaklinga og hópa sem hljóta verðlaun frá borginni.“ Snýst um að vera upplýst „Ég tek fram að þetta snýst ekki um að ég mæti í einhverja móttöku heldur meira um það að við séum upplýst og borgarstjórn viti fyrir fram að það er verið að veita verðlaun,“ segir Magnea. Reglur um móttökur Reykjavíkurborgar voru samþykktar árið 2019 og hefur þeim ekki verið breytt síðan. „Mér finnst þetta einkennast af einhverju hugsunarleysi, þarna er verið að taka ákvörðun. Ég held að áferðin sé ekki góð á þessu máli, við erum fjölskipað stjórnvald og þegar verðlaun eru veitt fyrir hönd borgarinnar þá er borgin öll að veita þau þótt borgarstjórinn formlega afhendi þau.“ Magnea tekur fram að ekki sé um að ræða stórt pólitískt mál en það sé samt sem áður mikilvægt að borgarfulltrúar séu upplýstir um slíkar ákvarðanir. Íbúar sem séu á verðlaunaafhendingunum ætlist til þess að fulltrúar flokkanna séu á staðnum svo þetta sé einnig ákveðið ásýndarmál. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sendi fyrirspurn á forsætisnefnd Reykjavíkurborgar eftir að barnabókarverðlaunin voru veitt. Hún fékk tilkynningu um veitingu verðlaunanna, viðburð sem hún hefði sjálf viljað sækja. Eftir smá grennslan kom í ljós að hún fékk aldrei boð á móttökuna, líkt og venjan er. „Ég hef reynt að mæta á þessar verðlaunaafhendingar til að sýna virðingu og vera fulltrúi míns flokks fyrir verðlaun sem eru veitt fyrir hönd borgarinnar, þetta er ákveðinn hluti af starfinu,“ segir Magnea. Hún hafði því samband við nefndina, sem sér um mál líkt og þessi. Í svari fyrirspurnarinnar segir að, þrátt fyrir reglur borgarstjórnar um móttökur, miði gestalistinn í dag við fulltrúa í borgarráði, borgarritara og fulltrúa þeirra ráða og sviða borgarinnar sem tengjast viðfangsefni móttökunnar. „Áður var aðal borgarfulltrúum, fyrstu varaborgarfulltrúum, embættismönnum og sviðsstjórum boðið en með núverandi fyrirkomulagi er talið að gestalistinn endurspegli betur hverja móttöku og þann málaflokk sem um ræðir,“ segir í svarinu. „Einkennilegt og óásættanlegt“ Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Þar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og áheyrnarfulltrúi Viðreisnar fram bókun. „Einkennilegt og óásættanlegt er að borgarstjóri hafi ákveðið, upp á sitt eindæmi, að takmarka aðgang borgarfulltrúa að opinberum móttökum Reykjavíkurborgar, þar á meðal verðlaunaafhendingum á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald þar sem borgarstjórn starfar sem ein heild og eru móttökurnar haldnar fyrir hönd allra borgarstjórnar, ekki einstakra stjórnenda,“ sögðu fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar fyrir helgi. Tekið er fram að forsætisnefnd beri ábyrgð á yfirumsjón móttaka og því sé óeðlilegt að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafi tekið ákvörðun um að breyta gestalistanum án þess að láta vita. „Verðlaun og viðurkenningar eru veitt af allri borgarstjórn, jafnvel þótt borgarstjóri afhendi þau formlega. Það réttlætir ekki að takmarka aðkomu kjörinna fulltrúa að slíkum viðburðum né verður séð að um sparnað sé að ræða. Málið snýst ekki um að einstaka fulltrúar sæki móttökur, heldur ásýnd borgarstjórnar út á við og virðingu við þá einstaklinga og hópa sem hljóta verðlaun frá borginni.“ Snýst um að vera upplýst „Ég tek fram að þetta snýst ekki um að ég mæti í einhverja móttöku heldur meira um það að við séum upplýst og borgarstjórn viti fyrir fram að það er verið að veita verðlaun,“ segir Magnea. Reglur um móttökur Reykjavíkurborgar voru samþykktar árið 2019 og hefur þeim ekki verið breytt síðan. „Mér finnst þetta einkennast af einhverju hugsunarleysi, þarna er verið að taka ákvörðun. Ég held að áferðin sé ekki góð á þessu máli, við erum fjölskipað stjórnvald og þegar verðlaun eru veitt fyrir hönd borgarinnar þá er borgin öll að veita þau þótt borgarstjórinn formlega afhendi þau.“ Magnea tekur fram að ekki sé um að ræða stórt pólitískt mál en það sé samt sem áður mikilvægt að borgarfulltrúar séu upplýstir um slíkar ákvarðanir. Íbúar sem séu á verðlaunaafhendingunum ætlist til þess að fulltrúar flokkanna séu á staðnum svo þetta sé einnig ákveðið ásýndarmál.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira