Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2025 12:00 Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, ásamt yfirmönnum lögreglunnar í Sydney. AP/Dean Lewins AAP Ráðamenn í Ástralíu hafa samþykkt sín á milli að herða löggjöf ríkisins þegar kemur að skotvopnum, sem þykir þegar nokkuð ströng. Það er í kjölfar þess að feðgar skutu fimmtán manns til bana, þar á meðal eina tíu ára stúlku, og særðu tugi til viðbótar á Bondi-strönd um helgina. Enn sem komið er liggja ekki miklar upplýsingar fyrir um feðgana. Faðirinn, sem var fimmtugur og hét Sajid Akram, var felldur af lögregluþjónum en hann flutti til Ástralíu árið 1998 og var þá námsmaður. Ekki liggur fyrir hvaðan hann kom upprunalega en hann var með ástralskan ríkisborgararétt. Sonur hans heitir Naveed Akram og er 24 ára gamall en hann fæddist í Ástralíu. Hann var særður og er á sjúkrahúsi. Hann var til rannsóknar af leyniþjónustu Ástralíu í um hálft ár árið 2019 og hafa fjölmiðlar sagt að það hafi verið vegna meintra tengsla hans við ISIS-liða í Ástralíu. Saman réðust þeir á samkomu gyðinga á Bondi-strönd en heimildarmenn fjölmiðla í Ástralíu segja að tveir ISIS-fánar hafi fundist í bíl feðganna. Sajid var með skotvopnaleyfi og var skráður eigandi sex byssa. Lögreglan segir að byssurnar hafi allar fundist á vettvangi árásarinnar. Myndefni af vettvangi sýnir feðgana vopnaða bæði haglabyssum og rifflum. Vilja takmarka hvað menn mega eiga margar byssur Anthony Albanese, forsætisráðherra, fundaði í gær með leiðtogum ríkja Ástralíu í morgun þar sem þeir ræddu meðal annars það að herða lögin um byssur í landinu. Þar munu allir hafa verið einróma um að grípa til aðgerða. Sjá einnig: Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Lög um skotvopn þykja frekar ströng í Ástralíu en löggjöfin var hert verulega í kjölfar mannskæðrar skotárásar í Port Arthur árið 1996. Þá myrti einn maður 35 manns. Meðal þess sem verið er að skoða núna, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu, er að flýta gerð landslægrar vopnaskrár, takmarka fjölda skotvopna sem einstaklingur má eiga og setja frekari takmarkanir á hvers lags byssur löglegt er að eiga. Þá er einnig til skoðunar að takmarka innflutning byssa og þrívíddarprentun skotvopna. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni „Maður finnur, á samfélagsmiðlum og bara í kring, að fólk er bara í molum,“ segir Jakob Máni Ásgeirsson, sem var staddur skammt frá Bondi-ströndinni þegar skotárásin átti sér stað í gær. 15. desember 2025 09:43 „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Elma Hlín Valgeirsdóttir hefur verið búsett í Gold Coast á austurströnd Ástralíu undanfarið eitt og hálft ár og starfað sem au pair. Lífið hinum megin á hnettinum, þar sem sólin skín meira og minna alla daga ársins, er töluvert ólíkara en hér á Fróni. Elma hefur reglulega birt myndskeið á TikTok sem vakið hafa athygli en þar hefur hún meðal annars sagt frá menningarmismuninum á Ástralíu og Íslandi. Og sá munur er talsverður. 15. desember 2025 09:01 Árásarfeðgarnir nafngreindir Feðgarnir sem stóðu fyrir skotárásinni á Bondi strönd í Nýju Suður Wales í Ástralíu í gær voru Naveed Akram, 24, ára og Sajid Akram, 50 ára. Sajid var skotinn til bana af lögreglu en Naveed var handtekinn og fluttur á sjúkrahús, alvarlega særður. 15. desember 2025 08:38 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Enn sem komið er liggja ekki miklar upplýsingar fyrir um feðgana. Faðirinn, sem var fimmtugur og hét Sajid Akram, var felldur af lögregluþjónum en hann flutti til Ástralíu árið 1998 og var þá námsmaður. Ekki liggur fyrir hvaðan hann kom upprunalega en hann var með ástralskan ríkisborgararétt. Sonur hans heitir Naveed Akram og er 24 ára gamall en hann fæddist í Ástralíu. Hann var særður og er á sjúkrahúsi. Hann var til rannsóknar af leyniþjónustu Ástralíu í um hálft ár árið 2019 og hafa fjölmiðlar sagt að það hafi verið vegna meintra tengsla hans við ISIS-liða í Ástralíu. Saman réðust þeir á samkomu gyðinga á Bondi-strönd en heimildarmenn fjölmiðla í Ástralíu segja að tveir ISIS-fánar hafi fundist í bíl feðganna. Sajid var með skotvopnaleyfi og var skráður eigandi sex byssa. Lögreglan segir að byssurnar hafi allar fundist á vettvangi árásarinnar. Myndefni af vettvangi sýnir feðgana vopnaða bæði haglabyssum og rifflum. Vilja takmarka hvað menn mega eiga margar byssur Anthony Albanese, forsætisráðherra, fundaði í gær með leiðtogum ríkja Ástralíu í morgun þar sem þeir ræddu meðal annars það að herða lögin um byssur í landinu. Þar munu allir hafa verið einróma um að grípa til aðgerða. Sjá einnig: Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Lög um skotvopn þykja frekar ströng í Ástralíu en löggjöfin var hert verulega í kjölfar mannskæðrar skotárásar í Port Arthur árið 1996. Þá myrti einn maður 35 manns. Meðal þess sem verið er að skoða núna, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu, er að flýta gerð landslægrar vopnaskrár, takmarka fjölda skotvopna sem einstaklingur má eiga og setja frekari takmarkanir á hvers lags byssur löglegt er að eiga. Þá er einnig til skoðunar að takmarka innflutning byssa og þrívíddarprentun skotvopna.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni „Maður finnur, á samfélagsmiðlum og bara í kring, að fólk er bara í molum,“ segir Jakob Máni Ásgeirsson, sem var staddur skammt frá Bondi-ströndinni þegar skotárásin átti sér stað í gær. 15. desember 2025 09:43 „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Elma Hlín Valgeirsdóttir hefur verið búsett í Gold Coast á austurströnd Ástralíu undanfarið eitt og hálft ár og starfað sem au pair. Lífið hinum megin á hnettinum, þar sem sólin skín meira og minna alla daga ársins, er töluvert ólíkara en hér á Fróni. Elma hefur reglulega birt myndskeið á TikTok sem vakið hafa athygli en þar hefur hún meðal annars sagt frá menningarmismuninum á Ástralíu og Íslandi. Og sá munur er talsverður. 15. desember 2025 09:01 Árásarfeðgarnir nafngreindir Feðgarnir sem stóðu fyrir skotárásinni á Bondi strönd í Nýju Suður Wales í Ástralíu í gær voru Naveed Akram, 24, ára og Sajid Akram, 50 ára. Sajid var skotinn til bana af lögreglu en Naveed var handtekinn og fluttur á sjúkrahús, alvarlega særður. 15. desember 2025 08:38 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni „Maður finnur, á samfélagsmiðlum og bara í kring, að fólk er bara í molum,“ segir Jakob Máni Ásgeirsson, sem var staddur skammt frá Bondi-ströndinni þegar skotárásin átti sér stað í gær. 15. desember 2025 09:43
„Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Elma Hlín Valgeirsdóttir hefur verið búsett í Gold Coast á austurströnd Ástralíu undanfarið eitt og hálft ár og starfað sem au pair. Lífið hinum megin á hnettinum, þar sem sólin skín meira og minna alla daga ársins, er töluvert ólíkara en hér á Fróni. Elma hefur reglulega birt myndskeið á TikTok sem vakið hafa athygli en þar hefur hún meðal annars sagt frá menningarmismuninum á Ástralíu og Íslandi. Og sá munur er talsverður. 15. desember 2025 09:01
Árásarfeðgarnir nafngreindir Feðgarnir sem stóðu fyrir skotárásinni á Bondi strönd í Nýju Suður Wales í Ástralíu í gær voru Naveed Akram, 24, ára og Sajid Akram, 50 ára. Sajid var skotinn til bana af lögreglu en Naveed var handtekinn og fluttur á sjúkrahús, alvarlega særður. 15. desember 2025 08:38