Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2025 15:21 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andúð leikstjórans Robs Reiner á sér hafi leitt til þess að hann hafi verið myrtur. Ekkert liggur fyrir um tilefni þess að Reiner og Michele eiginkona hans voru myrt en fregnir hafa borist af því að sonur þeirra hafi verið handtekin og sé grunaður um að hafa framið morðin. Í færslu á Truth Social segir Trump að Rob Reiner hafi verið þjakaður og barist í bökkum en á árum áður hafi hann verið hæfileikaríkur leikstjóri og grínisti. Þá segist Trump hafa heimildir fyrir því að þau hafi verið myrt vegna þess hve auðvelt Reiner hafi átt með að gera annað fólk reitt vegna andstöðu leikstjórans við Trump. Eins og áður segir hefur ekkert verið gefið upp um tilefni morðsins en sonur Reiners og Michele mun hafa verið yfirheyrður vegna þess og segja fjölmiðlar hann grunaðan um að hafa myrt foreldra sína. TMZ segir Nick Reiner, son Rob, hafa verið handtekinn í dag. Sjá einnig: Spjótin beinast að syni Reiners Forsetinn segir að Reiner hafi þjáðst af ólæknandi veikindum sem kallist „TRUMP-STURLUNARHEILKENNIГ, eða TDS. Það er hugtak sem Trump og stuðningsmenn hans nota iðulega um fólk sem er illa við forsetann. „Hann var þekktur fyrir að gera fólk BRJÁLAÐ vegna æðisgenginnar þráhyggju hans í garð Donald J. Trump, forseta, og náði þessi augljósa vænisýki nýjum hæðum samhliða því að ríkisstjórn Trumps náði öllum sínum markmiðum og stóðst allar væntingar um mikilfengleika…“ Að lokum óskar Trump þess að hjónin hvíli í friði. Eftir að Charlie Kirk, bandarískur áhrifavaldur á hægri væng stjórnmálanna vestanhafs og vinur fjölskyldu Trumps, var myrtur fyrr á árinu fóru embættismenn Trumps og stuðningsmenn hans mikinn gegn mörgum sem þóttu tala illa um Kirk í kjölfarið. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, skipaði sínu fólki að fínkemba samfélagsmiðla starfsmanna ráðuneytisins í leit að óviðeigandi ummælum og stuðningsmenn Trumps gerðu það sama víða. Fjölmargir voru reknir úr störfum sínum, bæði opinberum og í einkageiranum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Hollywood Morðin á Rob og Michele Reiner Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Innlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Fleiri fréttir Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Sjá meira
Í færslu á Truth Social segir Trump að Rob Reiner hafi verið þjakaður og barist í bökkum en á árum áður hafi hann verið hæfileikaríkur leikstjóri og grínisti. Þá segist Trump hafa heimildir fyrir því að þau hafi verið myrt vegna þess hve auðvelt Reiner hafi átt með að gera annað fólk reitt vegna andstöðu leikstjórans við Trump. Eins og áður segir hefur ekkert verið gefið upp um tilefni morðsins en sonur Reiners og Michele mun hafa verið yfirheyrður vegna þess og segja fjölmiðlar hann grunaðan um að hafa myrt foreldra sína. TMZ segir Nick Reiner, son Rob, hafa verið handtekinn í dag. Sjá einnig: Spjótin beinast að syni Reiners Forsetinn segir að Reiner hafi þjáðst af ólæknandi veikindum sem kallist „TRUMP-STURLUNARHEILKENNIГ, eða TDS. Það er hugtak sem Trump og stuðningsmenn hans nota iðulega um fólk sem er illa við forsetann. „Hann var þekktur fyrir að gera fólk BRJÁLAÐ vegna æðisgenginnar þráhyggju hans í garð Donald J. Trump, forseta, og náði þessi augljósa vænisýki nýjum hæðum samhliða því að ríkisstjórn Trumps náði öllum sínum markmiðum og stóðst allar væntingar um mikilfengleika…“ Að lokum óskar Trump þess að hjónin hvíli í friði. Eftir að Charlie Kirk, bandarískur áhrifavaldur á hægri væng stjórnmálanna vestanhafs og vinur fjölskyldu Trumps, var myrtur fyrr á árinu fóru embættismenn Trumps og stuðningsmenn hans mikinn gegn mörgum sem þóttu tala illa um Kirk í kjölfarið. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, skipaði sínu fólki að fínkemba samfélagsmiðla starfsmanna ráðuneytisins í leit að óviðeigandi ummælum og stuðningsmenn Trumps gerðu það sama víða. Fjölmargir voru reknir úr störfum sínum, bæði opinberum og í einkageiranum, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Hollywood Morðin á Rob og Michele Reiner Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Innlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Fleiri fréttir Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent