Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Kjartan Kjartansson skrifar 16. desember 2025 08:52 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur hafnað fréttum um að hann hafi gefið hernum skipanir um að drepa alla á bátum sem hann hefur ráðist á í Karíbahafi og Kyrrahafi á undanförnum mánuðum. AP/Alex Brandon Bandaríkjaher tilkynnti í gær að hann hefði myrt átta manns um borð í þremur bátum á alþjóðlegu hafsvæði á austanverðu Kyrrahafi. Hátt í hundrað manns hafa nú verið teknir af lífi utan dóms og laga með þessum hætti í árásum Bandaríkjamanna. Líkt og í hinum 24 árásum Bandaríkjahers sem vitað er um frá því í september heldur Bandaríkjastjórn því fram að fíkniefnasmyglarar hafi verið um borð í bátunum sem var grandað í gær. Engin sönnunargögn um meint smygl voru lögð fram en Bandaríkjaher birti myndskeið af einum bátanna á siglingu áður en hann var sprengdur í loft upp. Bandaríkjastjórn hefur skilgreint fíkniefnasmyglara frá Rómönsku-Ameríku sem „fíkniefnahryðjuverkamenn“ og réttlætt árásir sínar með því að hún eigi í vopnuðum átökum við þá. Meint hryðjuverk meintra smyglaranna eiga að felast í dauðsföllum sem fíkniefnin valdi í Bandaríkjunum. Engu að síður þykir ljóst að í það minnsta einhver þeirra skipa sem Bandaríkjamenn hafa grandað á undanförnum mánuðum hafi alls ekki verið á leiðinni til Bandaríkjanna. Vaxandi gagnrýni á drápin á þingi Bandaríkjaher hefur nú drepið að minnsta kosti 95 manns í 25 árásum sem vitað er um frá því í haust, að sögn AP-fréttastofunnar. Drápin sæta vaxandi gagnrýni á Bandaríkjaþingi og hafa sumir repúblikanar jafnvel lýst áhyggjum af þeim, sérstaklega eftir að upplýst var að herinn hefði skotið aftur á bát sem hann var þegar búinn að sprengja upp, gagngert til þess að drepa tvo menn sem reyndu að bjarga lífi sínu á braki úr bátnum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, og Marco Rubio, utanríkisráðherra, eru sagðir ætla að ræða við þingmenn í báðum deildum þingsins um árásirnar á bak við luktar dyr á næstunni. Bæði embætti ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan sögðu Vísi í síðasta mánuði að engin lagaheimild væri til þess að granda bátum við Ísland eingöngu vegna grunsemda um fíkniefnasmygl. Slíkt gæti einnig strítt gegn lögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland á aðild að. Bandaríkin Donald Trump Skipaflutningar Mannréttindi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Líkt og í hinum 24 árásum Bandaríkjahers sem vitað er um frá því í september heldur Bandaríkjastjórn því fram að fíkniefnasmyglarar hafi verið um borð í bátunum sem var grandað í gær. Engin sönnunargögn um meint smygl voru lögð fram en Bandaríkjaher birti myndskeið af einum bátanna á siglingu áður en hann var sprengdur í loft upp. Bandaríkjastjórn hefur skilgreint fíkniefnasmyglara frá Rómönsku-Ameríku sem „fíkniefnahryðjuverkamenn“ og réttlætt árásir sínar með því að hún eigi í vopnuðum átökum við þá. Meint hryðjuverk meintra smyglaranna eiga að felast í dauðsföllum sem fíkniefnin valdi í Bandaríkjunum. Engu að síður þykir ljóst að í það minnsta einhver þeirra skipa sem Bandaríkjamenn hafa grandað á undanförnum mánuðum hafi alls ekki verið á leiðinni til Bandaríkjanna. Vaxandi gagnrýni á drápin á þingi Bandaríkjaher hefur nú drepið að minnsta kosti 95 manns í 25 árásum sem vitað er um frá því í haust, að sögn AP-fréttastofunnar. Drápin sæta vaxandi gagnrýni á Bandaríkjaþingi og hafa sumir repúblikanar jafnvel lýst áhyggjum af þeim, sérstaklega eftir að upplýst var að herinn hefði skotið aftur á bát sem hann var þegar búinn að sprengja upp, gagngert til þess að drepa tvo menn sem reyndu að bjarga lífi sínu á braki úr bátnum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, og Marco Rubio, utanríkisráðherra, eru sagðir ætla að ræða við þingmenn í báðum deildum þingsins um árásirnar á bak við luktar dyr á næstunni. Bæði embætti ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan sögðu Vísi í síðasta mánuði að engin lagaheimild væri til þess að granda bátum við Ísland eingöngu vegna grunsemda um fíkniefnasmygl. Slíkt gæti einnig strítt gegn lögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland á aðild að.
Bandaríkin Donald Trump Skipaflutningar Mannréttindi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira