Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 16. desember 2025 15:30 Karl Ingi Vilbergsson sótti málið fyrir ákæruvaldið. Vísir/Vilhelm Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur verið dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og gert tilraun til að bana móður sinni á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Dómur þess efnis var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 15:30. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum verður dómurinn birtur síðdegis. Þinghald í málinu fór fram fyrir luktum dyrum að beiðni verjanda Margrétar Höllu og réttargæslumanns móður hennar. Hin almenna regla í dómsmálum er sú að þau skulu háð í heyranda hljóði. Dómari í Súlunesmálinu virðist af tillitsemi við ákærðu og móður hennar hafa ákveðið að hafa þinghaldið lokað. Rétt tæplega fjórar vikur eru frá því að aðalmeðferð í málinu lauk en héraðsdómarar hafa fjórar vikur til þess að kveða upp dóma. Krafðist refsingar umfram sextán ára almennt hámark Aðalmeðferðinni lauk með málflutningi Karls Inga Vilbergssonar saksóknara og Sigurðar G. Guðjónssonar, verjanda Margrétar Höllu. Saksóknari gerir almennt kröfu um refsingu í málflutningi sínum. Samkvæmt heimildum Vísis vísaði saksóknari til 79. greinar almennra hegningarlaga sem heimila aukna refsingu við broti. Samkvæmt 34. grein laganna má hvorki dæma fólk í fangelsi í skemri tíma en 30 daga né lengri en 16 ár en einnig er möguleiki á ævilöngu fangelsi. Tvisvar hefur verið dæmt í ævilangt fangelsi á neðra dómstigi á Íslandi en þeim dómum var snúið við í Hæstarétti. Í rökstuðningi sínum vísaði Karl Ingi meðal annars til þess að Margrét Halla hefði gerst sek um manndráp, tilraun til manndráps en líka til þess mikla ofbeldis gagnvart öldruðum foreldrum hennar í lengri tíma. Þá kemur almennt til refsiþyngingar í sakamálum þegar um náið samband er að ræða, sem á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Karl Ingi sagði í stuttu samtali við fjölmiðla fyrir utan dómsal að segja mætti að dómurinn hafi verið í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. DV hefur eftir honum að Margréti Höllu hafi verið gert að greiða hálfbróður sínum tvær milljónir króna í miskabætur. Þá hafi kröfu hans um að Margrét Halla erfði ekki föður þeirra verið vísað frá dómi. Las upp yfirlýsingu Heimildir Vísis herma sömuleiðis að Margrét Halla hafi engum spurningum svarað við aðalmeðferð málsins og þess í stað lesið upp yfirlýsingu. Móðir hennar hafi ekki heldur svarað spurningum sækjanda og verjanda. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur sakborningur heimild til þess að neita að svara spurningum, hvort sem það eru spurningar sækjanda, verjanda, réttargæslumanns brotaþola eða dómara. Sömu heimild hefur vitni sem er nátengdur ættingi sakbornings. Því gátu bæði Margrét Halla og móðir hennar skorast undan að svara spurningum. Manndráp í Súlunesi Dómsmál Garðabær Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 15:30. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum verður dómurinn birtur síðdegis. Þinghald í málinu fór fram fyrir luktum dyrum að beiðni verjanda Margrétar Höllu og réttargæslumanns móður hennar. Hin almenna regla í dómsmálum er sú að þau skulu háð í heyranda hljóði. Dómari í Súlunesmálinu virðist af tillitsemi við ákærðu og móður hennar hafa ákveðið að hafa þinghaldið lokað. Rétt tæplega fjórar vikur eru frá því að aðalmeðferð í málinu lauk en héraðsdómarar hafa fjórar vikur til þess að kveða upp dóma. Krafðist refsingar umfram sextán ára almennt hámark Aðalmeðferðinni lauk með málflutningi Karls Inga Vilbergssonar saksóknara og Sigurðar G. Guðjónssonar, verjanda Margrétar Höllu. Saksóknari gerir almennt kröfu um refsingu í málflutningi sínum. Samkvæmt heimildum Vísis vísaði saksóknari til 79. greinar almennra hegningarlaga sem heimila aukna refsingu við broti. Samkvæmt 34. grein laganna má hvorki dæma fólk í fangelsi í skemri tíma en 30 daga né lengri en 16 ár en einnig er möguleiki á ævilöngu fangelsi. Tvisvar hefur verið dæmt í ævilangt fangelsi á neðra dómstigi á Íslandi en þeim dómum var snúið við í Hæstarétti. Í rökstuðningi sínum vísaði Karl Ingi meðal annars til þess að Margrét Halla hefði gerst sek um manndráp, tilraun til manndráps en líka til þess mikla ofbeldis gagnvart öldruðum foreldrum hennar í lengri tíma. Þá kemur almennt til refsiþyngingar í sakamálum þegar um náið samband er að ræða, sem á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Karl Ingi sagði í stuttu samtali við fjölmiðla fyrir utan dómsal að segja mætti að dómurinn hafi verið í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. DV hefur eftir honum að Margréti Höllu hafi verið gert að greiða hálfbróður sínum tvær milljónir króna í miskabætur. Þá hafi kröfu hans um að Margrét Halla erfði ekki föður þeirra verið vísað frá dómi. Las upp yfirlýsingu Heimildir Vísis herma sömuleiðis að Margrét Halla hafi engum spurningum svarað við aðalmeðferð málsins og þess í stað lesið upp yfirlýsingu. Móðir hennar hafi ekki heldur svarað spurningum sækjanda og verjanda. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur sakborningur heimild til þess að neita að svara spurningum, hvort sem það eru spurningar sækjanda, verjanda, réttargæslumanns brotaþola eða dómara. Sömu heimild hefur vitni sem er nátengdur ættingi sakbornings. Því gátu bæði Margrét Halla og móðir hennar skorast undan að svara spurningum.
Manndráp í Súlunesi Dómsmál Garðabær Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira