Fótbolti

Arsenal rústaði Chelsea - Haaland kominn í gang

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jesus kom Arsenal á bragðið.
Jesus kom Arsenal á bragðið. Alexander Hassenstein/Getty Images

Arsenal vann 4-0 stórsigur á Chelsea í æfingaleik vestanhafs í nótt. Erling Haaland komst þá á blað í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City.

Bæði Arsenal og Chelsea eru í æfingaferð í Bandaríkjunum en liðin mættust í nótt. Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus braut þar ísinn er hann kom Arsenal í forystu eftir um stundarfjórðungsleik. Martin Ödegaard tvöfaldaði forystuna fyrir hlé.

Bukayo Saka kom Arsenal í 3-0 eftir rúmlega klukkustundarleik áður en Sambi Lokonga innsiglaði 4-0 sigur Arsenal undir lok leiks.

Englandsmeistarar Manchester City voru einnig í eldlínunni þar sem Erling Haaland spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið er það mætti Bayern Munchen. Haaland gerði sér lítið fyrir og skoraði eina marka leiksins í 1-0 sigri Manchester-liðsins.

Raphinha var þá á skotskónum annan leikinn í röð fyrir nýtt lið sitt, Barcelona, er það vann 1-0 sigur á Real Madrid í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×