Fótbolti

Conte segir Bayern München sýna virðingar­leysi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Antonio Conte á hliðarlínunni í leik Tottenham Hotspur við Rangers á Ibrox-leikvangnum í dag. 
Antonio Conte á hliðarlínunni í leik Tottenham Hotspur við Rangers á Ibrox-leikvangnum í dag.  Vísir/Getty

Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, telur forráðamenn Bayern München sýna Lundúnarfélaginu skort á virðingu með því að tala opinberlega um áhuga sinn á Harry Kane, fyrirliða Tottenham Hotspur.

Kollegi Conte hjá Bayern München, Julian Nagelsmann, hefur rætt við fjölmiðla um að hann væri áhugasamur um að fá Kane til liðs við sig. 

„Ég heyrði ekki þessi orð Nagelsmann en frétti af þeim. Það er vinnuregla hjá mér að tjá mig ekki um áhuga minn á leikmönnum annarra félaga," sagði Conte eftir 2-1 sigur Tottenham Hotspur gegn Rangers í æfingaleik liðanna á Ibrox-leikvangnum í dag. 

„Harry er mikilvægur leikmaður í okkar liði og það er alveg á hreinu að hann er ekki á förum. Mér finnst það virðingarleysi hjá Bayern München að ræða í fjölmiðlum áhuga sinn á leikmanni í okkar röðum," sagði ítalski þjálfarinn enn fremur. 

Kane skoraði bæði mörk Tottenhm Hotspur í sigrinum í dag en mörk enska landsliðsframherjans má sjá hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×