„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. júlí 2022 22:36 Erla Sigurðardóttir, íbúi í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn, segir að fólk gráti sig í svefn eftir ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Stöð 2 Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. „Bara ömurlegt, maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa,“ segir Erla Sigurðardóttir. Erla hefur átt hjólhýsi í byggðinni í 37 ár. Hún segir að mikil eftirsjá verði eftir hýsinu og því sem byggt hefur verið í kringum það. „Og missa allt góða fólkið, maður á góðan félagsskap hérna. Búin að eiga það í öll þessi ár.“ Erla sér ekki fyrir sér að koma upp sams konar aðstöðu á öðrum stað. „Ég er orðin svo gömul, ég er að verða áttræð í febrúar. Ég geri það ekki, ég hætti bara. Það hlýtur að vera svolítil eftirsjá í því? „Alveg ömurlegt.“ Fleiri sem átt hafa griðarstað í hjólhýsabyggðinni taka undir sjónarmið Erlu. „Þetta er náttúrulega ömurlegt, hérna höfum haft það gott og haft afdrep. Búið að vera mjög gott að vera hérna,“ segir Agnes Jónsdóttir, íbúi í byggðinni. Málið stendur mörgum afar nærri, en eftir ákvörðun Bláskógabyggðar þarf fólk að vera farið fyrir næstu áramót. „Það er náttúrulega fólk búið að vera hér allt upp í fjörutíu ár. Hérna er fólk enn þá hér og það er bara grátandi yfir þessu,“ segir Agnes. Fólk á svæðinu er margt ósátt við sveitarstjórnina og telur hana ekki hafa sýnt vilja til viðræðna um að halda byggðinni. „Halda okkur hérna í 21 mánuð, með von um það, eða okkur fannst það öllum, að við værum að sigla þessu í land. En nei. Svo kemur þetta núna bara eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Sigríður Kristín Eysteinsdóttir. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarstjórn skilji vel að fólk sé ekki sátt með niðurstöðuna. Ákvörðunin hafi þó verið tekin fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum verið ítrekuð. „Maður gæti hugsað sem svo að hjólhýsi séu eitthvað sem er auðvelt að fara með og flytja annað. Auðvitað eru margir sem hafa byggt miklu meira en þá fjóra fermetra sem heimilt er samkvæmt samningum. Það er auðvitað heilmikið mál að taka það upp og flytja sig eða koma því í verð. Við skiljum það alveg að fólk sé ekki alveg svona sátt með þessa niðurstöðu að hún skuli vera svona endanleg,“ segir Ásta. Upp hafa sprottið margar samsæriskenningar um hvað skuli gera við landið eftir að hjólhýsabyggðin er farin á brot. Einhverjir hafa nefnt að landið verði selt undir hótel eða til Bláa lónsins. „Það hafa gengið ótrúlegar sögur og samsæriskenningar um þetta. Ég hef líka heyrt nefnda sorpbrennslustöð að það sé búið að selja landið undir hana. Það á ekki neitt af þessu við nein rök að styðjast. Í raun er það þannig að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður gert við landið,“ segir Ásta. Ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en það verður búið að rýma svæðið. „Það er búið að vera miklar samsæriskenningar og kynda undir óánægju á netinu með því sem maður getur kallað netníð. Það er bara miður en við vonum að þetta bara leysist farsællega og það verði allir sáttir þegar þar að kemur.“ Bláskógabyggð Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
„Bara ömurlegt, maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa,“ segir Erla Sigurðardóttir. Erla hefur átt hjólhýsi í byggðinni í 37 ár. Hún segir að mikil eftirsjá verði eftir hýsinu og því sem byggt hefur verið í kringum það. „Og missa allt góða fólkið, maður á góðan félagsskap hérna. Búin að eiga það í öll þessi ár.“ Erla sér ekki fyrir sér að koma upp sams konar aðstöðu á öðrum stað. „Ég er orðin svo gömul, ég er að verða áttræð í febrúar. Ég geri það ekki, ég hætti bara. Það hlýtur að vera svolítil eftirsjá í því? „Alveg ömurlegt.“ Fleiri sem átt hafa griðarstað í hjólhýsabyggðinni taka undir sjónarmið Erlu. „Þetta er náttúrulega ömurlegt, hérna höfum haft það gott og haft afdrep. Búið að vera mjög gott að vera hérna,“ segir Agnes Jónsdóttir, íbúi í byggðinni. Málið stendur mörgum afar nærri, en eftir ákvörðun Bláskógabyggðar þarf fólk að vera farið fyrir næstu áramót. „Það er náttúrulega fólk búið að vera hér allt upp í fjörutíu ár. Hérna er fólk enn þá hér og það er bara grátandi yfir þessu,“ segir Agnes. Fólk á svæðinu er margt ósátt við sveitarstjórnina og telur hana ekki hafa sýnt vilja til viðræðna um að halda byggðinni. „Halda okkur hérna í 21 mánuð, með von um það, eða okkur fannst það öllum, að við værum að sigla þessu í land. En nei. Svo kemur þetta núna bara eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Sigríður Kristín Eysteinsdóttir. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarstjórn skilji vel að fólk sé ekki sátt með niðurstöðuna. Ákvörðunin hafi þó verið tekin fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum verið ítrekuð. „Maður gæti hugsað sem svo að hjólhýsi séu eitthvað sem er auðvelt að fara með og flytja annað. Auðvitað eru margir sem hafa byggt miklu meira en þá fjóra fermetra sem heimilt er samkvæmt samningum. Það er auðvitað heilmikið mál að taka það upp og flytja sig eða koma því í verð. Við skiljum það alveg að fólk sé ekki alveg svona sátt með þessa niðurstöðu að hún skuli vera svona endanleg,“ segir Ásta. Upp hafa sprottið margar samsæriskenningar um hvað skuli gera við landið eftir að hjólhýsabyggðin er farin á brot. Einhverjir hafa nefnt að landið verði selt undir hótel eða til Bláa lónsins. „Það hafa gengið ótrúlegar sögur og samsæriskenningar um þetta. Ég hef líka heyrt nefnda sorpbrennslustöð að það sé búið að selja landið undir hana. Það á ekki neitt af þessu við nein rök að styðjast. Í raun er það þannig að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður gert við landið,“ segir Ásta. Ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en það verður búið að rýma svæðið. „Það er búið að vera miklar samsæriskenningar og kynda undir óánægju á netinu með því sem maður getur kallað netníð. Það er bara miður en við vonum að þetta bara leysist farsællega og það verði allir sáttir þegar þar að kemur.“
Bláskógabyggð Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira