Allt brjálað í síðasta heimaleik mótherja Blika og þeim refsað Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 12:31 Rúmlega fimmtíu stuðningsmenn Buducnost mættu í Kópavog í gærkvöld en þeir verða mun fleiri og háværari á heimavelli næsta fimmtudag, þó að 3.000 sætum verði lokað í refsingarskyni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Mótherjar Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi, hafa verið sektaðir og þeim gert að loka hluta leikvangs síns vegna mikilla óláta í síðasta heimaleik sínum. Hlutum var kastað, kveikt í blysum og kynþáttaníði beitt síðast þegar Buducnost spilaði heimaleik og hætt við því að einnig verði læti þegar Breiðablik mætir í heimsókn í næstu viku. Litlu munaði að upp úr syði á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar Blikar unnu 2-0 sigur gegn Buducnost. Þar voru þó aðeins rúmlega 50 stuðningsmenn svartfellska liðsins sem létu vel í sér heyra en lætin voru ekki minni í leikmönnum og starfsliði liðsins, og skarst lögregla í leikinn þegar mikill hiti var í mönnum í leikslok. Blikar fara óhræddir til Svartfjallalands en þar létu stuðningsmenn Buducnost þó öllum illum látum þegar liðið Llapi frá Kósovó kom í heimsókn fyrir tveimur vikum. Fengu fimm milljóna sekt og þurfa að loka hluta stúkunnar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sektaði í dag Buducnost um 35.375 evrur, jafnvirði um 5 milljóna íslenskra króna, vegna ólátanna á leiknum við Llapi. Hæsti hluti sektarinnar, eða 20.000 evrur, er vegna kynþáttaníðs en einnig var félagið sektað vegna þess að hlutum var kastað og kveikt í blysum. Þá var Buducnost gert að loka norðurhluta stúkunnar sinnar fyrir næsta heimaleik, gegn Breiðablki næsta fimmtudag, eða alls 3.000 sætum á leikvanginum sem tekur 11.500 manns í sæti. Félagið þarf sömuleiðis að hafa borða á leikvanginum þar sem stendur #NoToRacism eða #NeiViðRasisma. Félagið var auk þess aðvarað vegna hegðunar liðsins og spurning hvort að hegðunin í Kópavogi í gær kalli á frekari refsingu. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Hlutum var kastað, kveikt í blysum og kynþáttaníði beitt síðast þegar Buducnost spilaði heimaleik og hætt við því að einnig verði læti þegar Breiðablik mætir í heimsókn í næstu viku. Litlu munaði að upp úr syði á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar Blikar unnu 2-0 sigur gegn Buducnost. Þar voru þó aðeins rúmlega 50 stuðningsmenn svartfellska liðsins sem létu vel í sér heyra en lætin voru ekki minni í leikmönnum og starfsliði liðsins, og skarst lögregla í leikinn þegar mikill hiti var í mönnum í leikslok. Blikar fara óhræddir til Svartfjallalands en þar létu stuðningsmenn Buducnost þó öllum illum látum þegar liðið Llapi frá Kósovó kom í heimsókn fyrir tveimur vikum. Fengu fimm milljóna sekt og þurfa að loka hluta stúkunnar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sektaði í dag Buducnost um 35.375 evrur, jafnvirði um 5 milljóna íslenskra króna, vegna ólátanna á leiknum við Llapi. Hæsti hluti sektarinnar, eða 20.000 evrur, er vegna kynþáttaníðs en einnig var félagið sektað vegna þess að hlutum var kastað og kveikt í blysum. Þá var Buducnost gert að loka norðurhluta stúkunnar sinnar fyrir næsta heimaleik, gegn Breiðablki næsta fimmtudag, eða alls 3.000 sætum á leikvanginum sem tekur 11.500 manns í sæti. Félagið þarf sömuleiðis að hafa borða á leikvanginum þar sem stendur #NoToRacism eða #NeiViðRasisma. Félagið var auk þess aðvarað vegna hegðunar liðsins og spurning hvort að hegðunin í Kópavogi í gær kalli á frekari refsingu.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15
Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30
Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30