Erlent

Þúsundir lög­reglu­manna réðust inn í búðir mót­mælenda

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Herlögreglan lét til skarar skríða eldsnemma morguns.
Herlögreglan lét til skarar skríða eldsnemma morguns. Abhishek Chinnappa/Getty

Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir.

Þúsundir lögreglumanna gráir fyrir járnum tóku þátt í aðgerðinni að sögn The Guardian en nokkur hundruð manns höfðu komið sér fyrir á torgi í borginni í grennd við stjórnsýslubyggingar og mótmælt ástandinu í landinu. 

Þau mótmæli leiddu til afsagnar forseta landsins og forsætisráðherra en gömlu valdaöflin í landinu hafa þó enn tögl og hagldir á valdastofnunum. Um fimmtíu manns slösuðust í aðgerðunum í morgun og þrír voru fluttir á spítala.


Tengdar fréttir

Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka

Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.