Fótbolti

Patrik hélt hreinu í Prag

Sindri Sverrisson skrifar
Patrik Sigurður Gunnarsson fékk ekki á sig eitt einasta mark í Prag í kvöld.
Patrik Sigurður Gunnarsson fékk ekki á sig eitt einasta mark í Prag í kvöld. Twitter/@vikingfotball

Patrik Sigurður Gunnarsson og Samúel Kári Friðjónsson gerðu fína ferð til Tékklands og náðu markalausu jafntefli gegn Sparta Prag með norska liðinu Viking í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Patrik og Samúel léku báðir allan leikinn. Patrik fékk að líta gula spjaldið þegar skammt var til leiksloka, fyrir að tefja, en það kom ekki að sök. Liðin mætast að nýju í Noregi í næstu viku.

Sverrir Ingi Ingason var sömuleiðis í liði PAOK í kvöld en liðið varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Levski Sofia í Búlaríu. Heimamenn fengu draumabyrjun þegar þeir skoruðu strax á fyrstu mínútu og seinna markið kom svo á nítjándu mínútu.

Af öðrum úrslitum má nefna að pólska liðið Pogon Szczecin, sem sló KR út, gerði 1-1 jafntefli við Bröndby á heimavelli. Áður var sagt frá sigrum norsku Íslendingaliðanna Lilleström og Molde:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×