Neitaði Adana þrisvar áður en hann samþykkti samningstilboðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 11:01 Birkir Bjarnason spilar í dag í Tyrklandi. BSR Agency/Getty Images Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilar í dag í Tyrklandi. Hann hafði þó upphaflega lítinn áhuga á að spila fyrir núverandi lið sitt Adana Demirspor og neitaði samningstilboði frá félaginu þrívegis áður en hann sagði já. Hinn 34 ára gamli Birkir var í ítarlegu viðtali við staðarmiðilinn Akureyri.net á dögunum. Þessi fjölhæfi miðjumaður er uppalinn á Akureyri en flutti ungur að árum til Noregs. Hann hefur komið víða við á áhugaveðrum ferli en spilar í dag með Adana Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Borgin Adana er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs, rétt tæpum 850 kílómetrum frá Istanbúl en þar æfði liðið á dögunum þar sem hitinn í Adana var tæp 40 stig. Birkir gekk í raðir félagsins á síðasta ári en hafði áður spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi og Katar. Hann hafði lítinn áhuga á að bæta Tyrklandi við þann lista í upphafi. Birkir Bjarnason með fyrirliðabandið í einum af sínum 110 A-landsleikjum.EPA-EFE/Lavandeira Jr „Þegar ég og kærastan komum hingað fyrst og kíktum á aðstæður leist okkur illa á. Þetta var rétt eftir að við höfðum verið föst á Ítalíu í tvö ár vegna kórónuveirunnar og ég hafði ekkert hitt fjölskylduna allan þann tíma, Tyrkland er langt í burtu og allt mjög frábrugðið því sem maður er vanur. Ég neitaði þess vegna samningstilboði frá liðinu, og gerði það reyndar þrisvar,“ segir landsliðsmaðurinn í viðtalinu við Akureyri.net. „Svo ákváðum við að fara aftur hingað niðureftir. Ég sló á endanum til og er ótrúlega glaður að ég skyldi ákveða að koma hingað,“ bætti hann við. Demirspor endaði í 9. sæti Süper Lig, tyrknesku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af ári. Hinn hlédrægi Birkir spilaði þar með leikmanni sem elskar sviðsljósið, Ítalanum Mario Balotelli. Hann ber honum vel söguna en þeir höfðu spilað saman áður. „Mér finnst mjög gott að spila með honum. Við náum vel saman enda þekktumst við síðan við spiluðum saman hjá Brescia á Ítalíu um tíma. Auðvitað er svo gott að við tölum báðir ítölsku.“ Birkir í leik gegn Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir er samningsbundinn Adana út næsta tímabil og stefnir á að njóta tímabilsins og lífsins í Tyrklandi næstu mánuði. „Ég er kominn á þann aldur að ég reyni að njóta í botn. Maður veit aldrei hvað maður getur verið lengi að og ég ætlaði því að njóta þess að spila fótbolta eins lengi og ég get,“ sagði hann að lokum en viðtal Birkis á Akureyri.net má finna hér. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Birkir var í ítarlegu viðtali við staðarmiðilinn Akureyri.net á dögunum. Þessi fjölhæfi miðjumaður er uppalinn á Akureyri en flutti ungur að árum til Noregs. Hann hefur komið víða við á áhugaveðrum ferli en spilar í dag með Adana Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Borgin Adana er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs, rétt tæpum 850 kílómetrum frá Istanbúl en þar æfði liðið á dögunum þar sem hitinn í Adana var tæp 40 stig. Birkir gekk í raðir félagsins á síðasta ári en hafði áður spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi og Katar. Hann hafði lítinn áhuga á að bæta Tyrklandi við þann lista í upphafi. Birkir Bjarnason með fyrirliðabandið í einum af sínum 110 A-landsleikjum.EPA-EFE/Lavandeira Jr „Þegar ég og kærastan komum hingað fyrst og kíktum á aðstæður leist okkur illa á. Þetta var rétt eftir að við höfðum verið föst á Ítalíu í tvö ár vegna kórónuveirunnar og ég hafði ekkert hitt fjölskylduna allan þann tíma, Tyrkland er langt í burtu og allt mjög frábrugðið því sem maður er vanur. Ég neitaði þess vegna samningstilboði frá liðinu, og gerði það reyndar þrisvar,“ segir landsliðsmaðurinn í viðtalinu við Akureyri.net. „Svo ákváðum við að fara aftur hingað niðureftir. Ég sló á endanum til og er ótrúlega glaður að ég skyldi ákveða að koma hingað,“ bætti hann við. Demirspor endaði í 9. sæti Süper Lig, tyrknesku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af ári. Hinn hlédrægi Birkir spilaði þar með leikmanni sem elskar sviðsljósið, Ítalanum Mario Balotelli. Hann ber honum vel söguna en þeir höfðu spilað saman áður. „Mér finnst mjög gott að spila með honum. Við náum vel saman enda þekktumst við síðan við spiluðum saman hjá Brescia á Ítalíu um tíma. Auðvitað er svo gott að við tölum báðir ítölsku.“ Birkir í leik gegn Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir er samningsbundinn Adana út næsta tímabil og stefnir á að njóta tímabilsins og lífsins í Tyrklandi næstu mánuði. „Ég er kominn á þann aldur að ég reyni að njóta í botn. Maður veit aldrei hvað maður getur verið lengi að og ég ætlaði því að njóta þess að spila fótbolta eins lengi og ég get,“ sagði hann að lokum en viðtal Birkis á Akureyri.net má finna hér.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Sjá meira