Fótbolti

Wiegman laus við kórónuveiruna og stýrir Englendingum í kvöld

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sarina Wiegman verður á hliðarlínunni í kvöld.
Sarina Wiegman verður á hliðarlínunni í kvöld. Naomi Baker/Getty Images

Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er laus við kórónuveiruna og mun því geta stýrt liðinu þegar Englendingar mæta Spánverjum í átta liða úrslitum EM í kvöld.

Wiegman missti af lokaleik liðsins í A-riðli þar sem Englendingar unnu afar sannfærandi 5-0 sigur gegn Norður-Írum og gulltryggðu sér þar með um leið sigur í riðlinum. Arjan Veurink, aðstoðarþjálfari liðsins, stýrði Englendingum í þeim leik.

Enska landsliðið þykir líklegt til afreka á Evórpumótinu sem haldið er á þeirra heimavelli. Liðið hefur ekki tapað leik síðan Wiegman tók við stjórnartaumunum, en liðið hefur leikið 17 leiki undir hennar stjórn.

Wiegman hefur verið í samskiptum við liðið í gegnum fjarskiptabúnað eftir að hún greindist með veiruna, en mun nú get snúið aftur í sitt eðlilega starf á hliðarlínunni.

England og Spánn eigast við á Amex-vellinum í Brighton í kvöld og verður flautað til leiks klukkan 19:00. Hægt verður að fylgjast með beinni texrtalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×