Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2022 19:51 Svona mun Hlemmur líta út eftir nokkur ár ef allt fer samkvæmt áætlun. Mandaworks/DLD Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni verður Rauðarárstígur að botnlanga við Gasstöðina þar sem pláss verður fyrir bíla til að snúa við, gerð verða stæði fyrir fatlaða, rafhleðslustæði, leigubílastæði og aðstaða fyrir gangandi og hjólandi. Framkvæmdirnar hófust fyrir helgi en gert er ráð fyrir að verki ljúki næsta vor en framkvæmdir við Hlemm munu þó halda áfram. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf Útboð fyrir næsta áfanga er þegar hafið en það er vegkafli Laugavegar milli Hlemms og Snorrabrautar. Áfram verður þó opið um veginn í kring um Hlemm svo Strætó geti ekið þar óhindrað. Þar á að setja niður gróður, setsvæði, hjólastæði og óformleg leikrými auk þess sem gert verður ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið í göturýmið en þegar framkvæmdum lýkur verður Laugavegur milli Snorrabrautar alla leið að Katrínartúni lokaður fyrir umferð. Strætisvagnar einir munu keyra um Laugaveg frá Katrínartúni og um Hverfisgötu við Hlemm, þar sem stoppistöðvum verður komið fyrir. Hér má sjá hvernig Hlemmtorg, sunnan við Hverfisgötu, verður afmarkað. Lokað verður á bílaumferð um Rauðarárstíg frá Stórholti, Laugaveg austur af Snorrabraut og aðeins strætisvagnar fá að aka um Hverfisgötu.Mandaworks/DLD Auk þess verður Rauðarárstíg sunnan við Hlemm lokað að Stórholti og Þverholt verður lokað fyrir almenna umferð. Á torginu sem myndast með þessu við Hlemm er gert ráð fyrir að rísi byggingar, með mismunandi starfsemi, og þar verði gott útisvæði fyrir gesti og gangandi. Skipulag Reykjavík Umferð Tengdar fréttir Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45 Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni verður Rauðarárstígur að botnlanga við Gasstöðina þar sem pláss verður fyrir bíla til að snúa við, gerð verða stæði fyrir fatlaða, rafhleðslustæði, leigubílastæði og aðstaða fyrir gangandi og hjólandi. Framkvæmdirnar hófust fyrir helgi en gert er ráð fyrir að verki ljúki næsta vor en framkvæmdir við Hlemm munu þó halda áfram. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf Útboð fyrir næsta áfanga er þegar hafið en það er vegkafli Laugavegar milli Hlemms og Snorrabrautar. Áfram verður þó opið um veginn í kring um Hlemm svo Strætó geti ekið þar óhindrað. Þar á að setja niður gróður, setsvæði, hjólastæði og óformleg leikrými auk þess sem gert verður ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið í göturýmið en þegar framkvæmdum lýkur verður Laugavegur milli Snorrabrautar alla leið að Katrínartúni lokaður fyrir umferð. Strætisvagnar einir munu keyra um Laugaveg frá Katrínartúni og um Hverfisgötu við Hlemm, þar sem stoppistöðvum verður komið fyrir. Hér má sjá hvernig Hlemmtorg, sunnan við Hverfisgötu, verður afmarkað. Lokað verður á bílaumferð um Rauðarárstíg frá Stórholti, Laugaveg austur af Snorrabraut og aðeins strætisvagnar fá að aka um Hverfisgötu.Mandaworks/DLD Auk þess verður Rauðarárstíg sunnan við Hlemm lokað að Stórholti og Þverholt verður lokað fyrir almenna umferð. Á torginu sem myndast með þessu við Hlemm er gert ráð fyrir að rísi byggingar, með mismunandi starfsemi, og þar verði gott útisvæði fyrir gesti og gangandi.
Skipulag Reykjavík Umferð Tengdar fréttir Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45 Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45
Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45