Ingibjörg: Mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2022 22:35 Ingibjörg Sigurðardóttir í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með að detta út af EM eftir jafntefli við Frakka fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en sökum þess að Belgar unnu þá þurfa Íslendingar að fara heim. Ingibjörg gat þó tekið mikinn lærdóm af mótinu og var spennt fyrir HM. „Við erum bara gríðarlega svekktar að vera að fara heim af þessu móti en að sama skapi getum við verið stoltar. Við tókum miklum framförum á þessu móti sé tekið mið af síðasta móti“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningarnar væru eftir leik. Hún var þá spurð að því hvernig var að koma inn í byrjunarliðið til að taka þátt í varnarleiknum sem hefur þurft að standa vel í mótinu. Hún var einnig spurð að því hvort það hafi komið á óvart að þjálfarinn hafi gert breytingar í varnarlínunni. „Ég var bara mjög ánægð með að hann treysti mér í þetta verkefni og ég reyndi að gefa allt sem ég gat gert í þennan leik og reyndi að koma með eitthvað sem hefur vantað í leikinn. Ég gerði mitt besta en það er erfitt að keppa á móti Guðrúnu og Glódísi sem hafa staðið sig frábærlega. Það kom mér á óvart að það hafi verið breytingar þegar þær hafa staðið sig svona vel. Ég er bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég var bara óvenju róleg fannst mér. Það er erfitt að sitja á bekknum og það er erfitt að fylgjast með stuðningsönnunum og sjá stemmninguna og sjá liðið standa sig vel“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð út í spennustigið í byrjun leiks og hvað hafi farið í gegnum hausinn þegar þær lentu undir eftir 45 sekúndur. „Úff. Það var margt sem fór í gegnum hausinn. Að fá á sig mark svona snemma þá þýðir það að það er nóg eftir og mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka. Ég er mjög stolt af liðinu.“ Að lokum var Ingibjörg spurð út í það hvað hún tæki út úr mótinu og út í spennuna fyrir heimsmeistaramótinu sem Ísland á mikla möguleika á að komast á. „Mikill lærdómur. Ég hef tekið við nýju hlutverki á þessu móti sem hefur verið gríðarlega erfitt en ég hef lært fáránlega mikið af því. Við erum svo bara stoltar fyrir HM. Ég gæti spilað þann leik á morgun.“ Klippa: Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
„Við erum bara gríðarlega svekktar að vera að fara heim af þessu móti en að sama skapi getum við verið stoltar. Við tókum miklum framförum á þessu móti sé tekið mið af síðasta móti“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningarnar væru eftir leik. Hún var þá spurð að því hvernig var að koma inn í byrjunarliðið til að taka þátt í varnarleiknum sem hefur þurft að standa vel í mótinu. Hún var einnig spurð að því hvort það hafi komið á óvart að þjálfarinn hafi gert breytingar í varnarlínunni. „Ég var bara mjög ánægð með að hann treysti mér í þetta verkefni og ég reyndi að gefa allt sem ég gat gert í þennan leik og reyndi að koma með eitthvað sem hefur vantað í leikinn. Ég gerði mitt besta en það er erfitt að keppa á móti Guðrúnu og Glódísi sem hafa staðið sig frábærlega. Það kom mér á óvart að það hafi verið breytingar þegar þær hafa staðið sig svona vel. Ég er bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég var bara óvenju róleg fannst mér. Það er erfitt að sitja á bekknum og það er erfitt að fylgjast með stuðningsönnunum og sjá stemmninguna og sjá liðið standa sig vel“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð út í spennustigið í byrjun leiks og hvað hafi farið í gegnum hausinn þegar þær lentu undir eftir 45 sekúndur. „Úff. Það var margt sem fór í gegnum hausinn. Að fá á sig mark svona snemma þá þýðir það að það er nóg eftir og mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka. Ég er mjög stolt af liðinu.“ Að lokum var Ingibjörg spurð út í það hvað hún tæki út úr mótinu og út í spennuna fyrir heimsmeistaramótinu sem Ísland á mikla möguleika á að komast á. „Mikill lærdómur. Ég hef tekið við nýju hlutverki á þessu móti sem hefur verið gríðarlega erfitt en ég hef lært fáránlega mikið af því. Við erum svo bara stoltar fyrir HM. Ég gæti spilað þann leik á morgun.“ Klippa: Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50
Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15