Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2022 17:05 Pandabirnirnir í dýragarðinum í Madríd fá vatnsmelónufrostpinna til að kæla sig niður í hitanum. AP/Bernat Armangue Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. Hitabylgjan hefur leitt til þess að á Spáni hefur hitastigið víða farið yfir 40 gráður. Til að bregðast við gríðarlegum hitanum hafa starfsmenn í dýragarðinum í Madríd gefið dýrum garðsins frostpinna sem innihalda hefðbundna fæðu þeirra. Selur gæðir sér á hráum fiski sem búið er að hylja með klaka.AP/Bernat Armangue Þannig hefur pandabjörninn Bing Xing, ein helsta stjarna dýragarðsins, ekki bara fengið sinn daglega fimmtíu kílóa bambus-skammt heldur einnig vatnsmelónufrostpinna. Nautakjötsklumparnir sem ljónin í Madríd fá til að kæla sig niður eru ekkert voðalega geðslegir.AP/Bernat Armangue Rándýrin í garðinum hafa líka fengið sína fæðu í frostpinnaformi, selirnir fá þannig fiskifrostpinna en ljónin gæða sér á ísklumpum með nautahakki. Auk ísmolafæðunnar sprauta starfsmenn dýrin með köldu vatni til að kæla þau niður. Í dýragörðum, náttúruverndarsvæðum og griðlöndum dýra vítt og breitt um Bretland hefur einnig þurft að tryggja að dýrin haldist vel vökvuð og þorni ekki upp í steikjandi hitanum. Starfsmenn ZSL dýragarðsins í Lundúnum hafa gefið dýrunum frostpinna úr sykurlausu ístei með hnetum og fræjum. Górilla spígsporar um í ZSL dýragarðinum í Lundúnum með frostklump í hendinni.ZSL London Zoo „Prímatar eins og górillur og íkornapar elska frostpinna, alveg eins og við,“ sagði Rob Harland, starfsmaður ZSL dýragarðsins í Lundúnum, við BBC. Þá sagði hann að ljónin og flóðhestarnir í garðinum hefðu sín eigin díki til að svamla í á meðan önnur dýr fengju kalda sturtu frá starfsmönnum. Dýr Spánn England Tengdar fréttir Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Hitabylgjan hefur leitt til þess að á Spáni hefur hitastigið víða farið yfir 40 gráður. Til að bregðast við gríðarlegum hitanum hafa starfsmenn í dýragarðinum í Madríd gefið dýrum garðsins frostpinna sem innihalda hefðbundna fæðu þeirra. Selur gæðir sér á hráum fiski sem búið er að hylja með klaka.AP/Bernat Armangue Þannig hefur pandabjörninn Bing Xing, ein helsta stjarna dýragarðsins, ekki bara fengið sinn daglega fimmtíu kílóa bambus-skammt heldur einnig vatnsmelónufrostpinna. Nautakjötsklumparnir sem ljónin í Madríd fá til að kæla sig niður eru ekkert voðalega geðslegir.AP/Bernat Armangue Rándýrin í garðinum hafa líka fengið sína fæðu í frostpinnaformi, selirnir fá þannig fiskifrostpinna en ljónin gæða sér á ísklumpum með nautahakki. Auk ísmolafæðunnar sprauta starfsmenn dýrin með köldu vatni til að kæla þau niður. Í dýragörðum, náttúruverndarsvæðum og griðlöndum dýra vítt og breitt um Bretland hefur einnig þurft að tryggja að dýrin haldist vel vökvuð og þorni ekki upp í steikjandi hitanum. Starfsmenn ZSL dýragarðsins í Lundúnum hafa gefið dýrunum frostpinna úr sykurlausu ístei með hnetum og fræjum. Górilla spígsporar um í ZSL dýragarðinum í Lundúnum með frostklump í hendinni.ZSL London Zoo „Prímatar eins og górillur og íkornapar elska frostpinna, alveg eins og við,“ sagði Rob Harland, starfsmaður ZSL dýragarðsins í Lundúnum, við BBC. Þá sagði hann að ljónin og flóðhestarnir í garðinum hefðu sín eigin díki til að svamla í á meðan önnur dýr fengju kalda sturtu frá starfsmönnum.
Dýr Spánn England Tengdar fréttir Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16