Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2022 17:05 Pandabirnirnir í dýragarðinum í Madríd fá vatnsmelónufrostpinna til að kæla sig niður í hitanum. AP/Bernat Armangue Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. Hitabylgjan hefur leitt til þess að á Spáni hefur hitastigið víða farið yfir 40 gráður. Til að bregðast við gríðarlegum hitanum hafa starfsmenn í dýragarðinum í Madríd gefið dýrum garðsins frostpinna sem innihalda hefðbundna fæðu þeirra. Selur gæðir sér á hráum fiski sem búið er að hylja með klaka.AP/Bernat Armangue Þannig hefur pandabjörninn Bing Xing, ein helsta stjarna dýragarðsins, ekki bara fengið sinn daglega fimmtíu kílóa bambus-skammt heldur einnig vatnsmelónufrostpinna. Nautakjötsklumparnir sem ljónin í Madríd fá til að kæla sig niður eru ekkert voðalega geðslegir.AP/Bernat Armangue Rándýrin í garðinum hafa líka fengið sína fæðu í frostpinnaformi, selirnir fá þannig fiskifrostpinna en ljónin gæða sér á ísklumpum með nautahakki. Auk ísmolafæðunnar sprauta starfsmenn dýrin með köldu vatni til að kæla þau niður. Í dýragörðum, náttúruverndarsvæðum og griðlöndum dýra vítt og breitt um Bretland hefur einnig þurft að tryggja að dýrin haldist vel vökvuð og þorni ekki upp í steikjandi hitanum. Starfsmenn ZSL dýragarðsins í Lundúnum hafa gefið dýrunum frostpinna úr sykurlausu ístei með hnetum og fræjum. Górilla spígsporar um í ZSL dýragarðinum í Lundúnum með frostklump í hendinni.ZSL London Zoo „Prímatar eins og górillur og íkornapar elska frostpinna, alveg eins og við,“ sagði Rob Harland, starfsmaður ZSL dýragarðsins í Lundúnum, við BBC. Þá sagði hann að ljónin og flóðhestarnir í garðinum hefðu sín eigin díki til að svamla í á meðan önnur dýr fengju kalda sturtu frá starfsmönnum. Dýr Spánn England Tengdar fréttir Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Hitabylgjan hefur leitt til þess að á Spáni hefur hitastigið víða farið yfir 40 gráður. Til að bregðast við gríðarlegum hitanum hafa starfsmenn í dýragarðinum í Madríd gefið dýrum garðsins frostpinna sem innihalda hefðbundna fæðu þeirra. Selur gæðir sér á hráum fiski sem búið er að hylja með klaka.AP/Bernat Armangue Þannig hefur pandabjörninn Bing Xing, ein helsta stjarna dýragarðsins, ekki bara fengið sinn daglega fimmtíu kílóa bambus-skammt heldur einnig vatnsmelónufrostpinna. Nautakjötsklumparnir sem ljónin í Madríd fá til að kæla sig niður eru ekkert voðalega geðslegir.AP/Bernat Armangue Rándýrin í garðinum hafa líka fengið sína fæðu í frostpinnaformi, selirnir fá þannig fiskifrostpinna en ljónin gæða sér á ísklumpum með nautahakki. Auk ísmolafæðunnar sprauta starfsmenn dýrin með köldu vatni til að kæla þau niður. Í dýragörðum, náttúruverndarsvæðum og griðlöndum dýra vítt og breitt um Bretland hefur einnig þurft að tryggja að dýrin haldist vel vökvuð og þorni ekki upp í steikjandi hitanum. Starfsmenn ZSL dýragarðsins í Lundúnum hafa gefið dýrunum frostpinna úr sykurlausu ístei með hnetum og fræjum. Górilla spígsporar um í ZSL dýragarðinum í Lundúnum með frostklump í hendinni.ZSL London Zoo „Prímatar eins og górillur og íkornapar elska frostpinna, alveg eins og við,“ sagði Rob Harland, starfsmaður ZSL dýragarðsins í Lundúnum, við BBC. Þá sagði hann að ljónin og flóðhestarnir í garðinum hefðu sín eigin díki til að svamla í á meðan önnur dýr fengju kalda sturtu frá starfsmönnum.
Dýr Spánn England Tengdar fréttir Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16