Blatter sendir út viðvörun til heimsfótboltans Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 09:00 Sepp Blatter ætlar ekki að gefast upp. Vísir/AFP Sepp Blatter, fyrrum forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, segir sjö ár af lygum loksins vera lokið. Meðal annars skrifaði Blatter á Twitter í gær að hann væri mættur aftur. Er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig á opinberum vettvangi eftir að hann og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, voru sýknaðir af ásökum um spillingu og fjárdrátt af dómstólum í Sviss þann 8. júlí síðastliðinn. Vitnar hann einnig í orð Platini og skrifar að heimurinn muni fá að heyra hvað þeir hafa að segja og merkir hann öll helstu knattspyrnusambönd víða um heim í færslu sinni. Hello my friends, I'm back , still going strong, seven years of lies have ended. Now the game is again in the right direction. Or as Michel Platini puts it: You will hear from us again. I wish you a great weekend. #FIFA #UEFA #CAF #AFC #CONMEBOL #CONCACAF #OFC #IOC #Platini— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) July 15, 2022 Blatter, sem er 86 ára gamall, leiddi alþjóðlegaknattspyrnusambandið í 17 ár. Voru þeir Platini sýknaðir af ásökunum um fjárdrátt þar sem FIFA greiddi Platini um 1,7 milljón punda, tæpar 300 milljónir króna, fyrir ráðgjafastörf með milligöngu Blatter. Dómstóllinn í Sviss taldi röksemdarfærslur tvímenningana, að um heiðursmannasamkomulag hafi verið að ræða, góð og gild. Þetta er þó ekki eina sakamálarannsóknin sem Blatter þarf að verjast en einnig er verið að skoða greiðslur upp á eina milljón Bandaríkjadala frá FIFA til knattspyrnusambands Trínidad og Tóbagó frá árinu 2010 í öðru aðskildu máli. „Að fara frá því að vera goðsögn í heimsfótboltanum yfir í sjálfan djöfulinn er afar erfitt, sérstaklega þegar það kemur úr ósanngjarni átt. Ég hef alltaf sagt að mín barátta er gegn óréttlæti. Ég vann fyrstu lotuna en raunverulegu sökudólgarnir eru enn þá þarna úti. Þeir geta treyst á mig að ég gefst ekki upp og mun fara alla leið í baráttunni fyrir sannleikanum,“ sagði Blatter við fjölmiðla eftir að hafa verið sýknaður í síðustu viku. Blatter var forseti FIFA til ársins 2015, þegar bandarískar alríkisstofnanir hófu rannsókn á honum vegna mútugreiðslna, spillingu og peningaþvættis. Blatter hefur alltaf lýst yfir sakleysi. Er fyrrum forsetinn þó enn þá bannaður frá allri þátttöku í fótbolta sem gildir til ársins 2028. Bannið hlaut hann fyrir brot á siðareglum FIFA. FIFA UEFA Tengdar fréttir Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35 Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Meðal annars skrifaði Blatter á Twitter í gær að hann væri mættur aftur. Er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig á opinberum vettvangi eftir að hann og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, voru sýknaðir af ásökum um spillingu og fjárdrátt af dómstólum í Sviss þann 8. júlí síðastliðinn. Vitnar hann einnig í orð Platini og skrifar að heimurinn muni fá að heyra hvað þeir hafa að segja og merkir hann öll helstu knattspyrnusambönd víða um heim í færslu sinni. Hello my friends, I'm back , still going strong, seven years of lies have ended. Now the game is again in the right direction. Or as Michel Platini puts it: You will hear from us again. I wish you a great weekend. #FIFA #UEFA #CAF #AFC #CONMEBOL #CONCACAF #OFC #IOC #Platini— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) July 15, 2022 Blatter, sem er 86 ára gamall, leiddi alþjóðlegaknattspyrnusambandið í 17 ár. Voru þeir Platini sýknaðir af ásökunum um fjárdrátt þar sem FIFA greiddi Platini um 1,7 milljón punda, tæpar 300 milljónir króna, fyrir ráðgjafastörf með milligöngu Blatter. Dómstóllinn í Sviss taldi röksemdarfærslur tvímenningana, að um heiðursmannasamkomulag hafi verið að ræða, góð og gild. Þetta er þó ekki eina sakamálarannsóknin sem Blatter þarf að verjast en einnig er verið að skoða greiðslur upp á eina milljón Bandaríkjadala frá FIFA til knattspyrnusambands Trínidad og Tóbagó frá árinu 2010 í öðru aðskildu máli. „Að fara frá því að vera goðsögn í heimsfótboltanum yfir í sjálfan djöfulinn er afar erfitt, sérstaklega þegar það kemur úr ósanngjarni átt. Ég hef alltaf sagt að mín barátta er gegn óréttlæti. Ég vann fyrstu lotuna en raunverulegu sökudólgarnir eru enn þá þarna úti. Þeir geta treyst á mig að ég gefst ekki upp og mun fara alla leið í baráttunni fyrir sannleikanum,“ sagði Blatter við fjölmiðla eftir að hafa verið sýknaður í síðustu viku. Blatter var forseti FIFA til ársins 2015, þegar bandarískar alríkisstofnanir hófu rannsókn á honum vegna mútugreiðslna, spillingu og peningaþvættis. Blatter hefur alltaf lýst yfir sakleysi. Er fyrrum forsetinn þó enn þá bannaður frá allri þátttöku í fótbolta sem gildir til ársins 2028. Bannið hlaut hann fyrir brot á siðareglum FIFA.
FIFA UEFA Tengdar fréttir Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35 Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35
Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30