Blatter var ásamt fyrrum forseta UEFA dæmdur í átta ára bann frá fótboltanum árið 2015.
Það bann var þó stytt í sex ár eftir að þeir fóru með málið fyrir áfrýjunardómstólinn. Núverandi bann Blatter á því að renna út í október á þessu ári.
Nú hefur hann hins vegar verið dæmdur í nýtt sex ára og átta mánaða bann og er hann því í banni frá fótboltanum til ársins 2028.
Bannið fær Blatter vegna ýmissa brot á siðareglum FIFA en hann á meðal annars að hafa greitt háttsettum mönnum innan sambandsins.
Það er ekki bara Blatter sem hefur verið dæmdur í bann því framkvæmdastjórinn Jerome Valcke var einnig dæmdur í bann.
Einnig voru Blatter og Valcke sektaðir um 780 þúsund pund.
Fifa has banned ex-president Sepp Blatter from football until 2028 after giving him a new suspension of six years and eight months.
— BBC Sport (@BBCSport) March 24, 2021
More ⤵️ #bbcfootball