Fótbolti

Myndir: Skin og skúrir hjá Stelpunum okkar

Hjörvar Ólafsson skrifar
Íslenska liðið fékk góðan stuðning úr stúkunni. 
Íslenska liðið fékk góðan stuðning úr stúkunni.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Leikur Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta var mikill tilfinningarússíbani eins og sjá má glögglega á frábærum myndum sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis tók á leiknum. 

Karólína Lea nær hér foyrstunni fyrir íslenska liðið. 
Leikmenn íslenska liðsins fagna markinu vel og innilega. 
Sveindís Jane geysist upp kantinn og Gunnhildur Yrsa og Sara Björk fylgjast með. 
Sandra Sigurðardóttir var best á vellinum að mati Vísis. 
Sara Björk reynir skot að marki ítalska liðsins. 
Sveindís Jane áritar treyju ungs stuðningsmanns Íslands. 
Glódís Perla stillir sér glaðbeitt í sjálfu. 
Stelpurnar ræða við stuðningsmenn sína að leik loknum. 
Vonbrigðin leyndu sér ekki í andlitum Alexöndru og Guðrúnar. 
Þorsteinn Hreiðar Halldórsson var vonsvikinn í leikslok. 
Glódís Perla hughreystir Karólínu Leu og Elín Metta er álengdar. 
Íslenska liðið þakkar stuðningsmönnum stuðninginn. 
Það var stuð og stemming í stúkunni, sérstaklega eftir mark íslenska liðsins. 
Víkingaklappið var tekið nokkrum sinnum á leiknum. 


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Stelpurnar okkar sluppu með stigið en tóku sögulegt skref

Íslensku stelpurnar gátu verið svekktar með jafntefli í fyrsta leiknum á móti Belgíu á EM í Englandi en þær gátu þakkað fyrir stigið í öðrum leiknum á móti Ítalíu. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli í Manchester í dag þar sem Ítalir voru mun betra liðið eftir sannkallaða draumabyrjun íslenska liðsins.

Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×