Sjáðu mögnuð sigurmörk Hollands og Svíþjóðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 15:01 Holland skoraði þrjú mörk gegn Portúgal í gær. Rico Brouwer/Getty Images Tveir hörkuleikir fóru fram á Evrópumóti kvenna í fótbolta í gær. Holland vann dramatískan 3-2 sigur á Portúgal og Svíþjóð vann nauman 2-1 sigur á Austurríki. Damaris Egurolla kom Hollandi yfir eftir aðeins sjö mínútna leik gegn Portúgal með frábæru skallamarki eftir hornspyrnu Sherida Spitse frá vinstri. Staðan orðin 1-0 og hún varð 2-0 ekki löngu síðar. Holland er komið yfir eftir glæsilegan skalla! Damaris Egurolla leikmaður Lyon með markið pic.twitter.com/m5ZsYUrZP5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Stephanie van der Gragt skoraði annað markið með skalla af stuttu færi eftir að Portúgal gat ekki komið boltanum frá eigin marki eftir hornspyrnu Spitse. Þetta hollenska landslið og föst leikatriði! Portúgalirnir ráða ekkert við þær appelsínugulu í teignum. 2-0 og van der Gragt fékk takka í andlitið en lætur það ekki á sig fá pic.twitter.com/bW3DnblmC8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Carole Costa minnkaði muninn skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu en dómari leiksins tók sér góðan tíma í að skoða atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Á endanum var vítaspyrnu dæmd og Portúgal komst inn í leikinn. Hér má sjá brotið og VAR athugunina pic.twitter.com/1XOWDogDsU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Staðan var 2-1 í hálfleik en strax í upphafi þess síðari var staðan orðin 2-2. Holland náði ekki að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Boltinn rataði til Costa á hægri vængnum sem átti gullfallega fyrirgjöf á kollinn á Diöna Silva og staðan orðin jöfn. Ótrúlegur viðsnúningur. Portúgal hefur jafnað leikinn í 2-2 með glæsilegum skalla Diönu Silva pic.twitter.com/TnEzG1j3yy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Holland hélt það hefði tekið forystuna á nýjan leik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Myndbandsdómarinn tók sér góðan tíma í að skoða marki og á endanum fór flaggið á loft. Hvað er að gerast í þessum leik?! Holland taldi sig hafa komist aftur yfir, 3-2, og allt ærðist hjá þeim appelsínugulu. Eftir langa athugun VAR var markið að lokum dæmt af vegna rangstöðu! pic.twitter.com/9WwDL75fiT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Hér má sjá rangstöðuna og ákvörðunina. pic.twitter.com/7r6wILN1sW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sigurmarkið kom hins vegar þegar rúm klukkustund var liðin. Danielle van de Donk með hamar utan af velli og staðan orðin 3-2. Reyndust það lokatölur og Holland komið með fjögur stig í C-riðli á meðan Portúgal er aðeins með eitt. Boom! Danielle van de Donk með alvöru skot utan af velli. Svona mark spilar maður aftur og aftur! pic.twitter.com/SuqVwqgSNk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Eftir markalausan fyrri hálfleik í leik Svíþjóðar og Sviss þá kom Fridolina Rolfö sínu liði yfir eftir glæsilegt samspil. Svíar eru komnir yfir gegn Sviss eftir glæsilegt samspil sem splundraði vörn Svisslendinga! pic.twitter.com/Vwhq5WkeXE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sviss jafnaði hins vegar um hæl. Svíar voru ekki lengi í paradís! Svissnesku stúlkurnar jöfnuðu nær samstundis. Leikurinn er kominn á fulla ferð! pic.twitter.com/GAq1qwAv3r— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Ungstirnið Hanna Bennison steig hins vegar upp og tryggði Svíum gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur með frábæru skoti þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Hanna Bennison er ekki búin að vera lengi inn á en hefur strax sett mark sitt á leikinn. Hnitmiðað skot og Svíar leiða, 2-1! pic.twitter.com/WCa7tjuFj7— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Lokatölur 2-1 og Svíþjóð með fjögur stig að loknum tveimur leikjum líkt og Holland á meðan Portúgal og Sviss eru aðeins með eitt stig. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi. 13. júlí 2022 21:00 Svíar tylla sér á topp C-riðils eftir sigur á Sviss Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. 13. júlí 2022 18:00 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Sjá meira
Damaris Egurolla kom Hollandi yfir eftir aðeins sjö mínútna leik gegn Portúgal með frábæru skallamarki eftir hornspyrnu Sherida Spitse frá vinstri. Staðan orðin 1-0 og hún varð 2-0 ekki löngu síðar. Holland er komið yfir eftir glæsilegan skalla! Damaris Egurolla leikmaður Lyon með markið pic.twitter.com/m5ZsYUrZP5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Stephanie van der Gragt skoraði annað markið með skalla af stuttu færi eftir að Portúgal gat ekki komið boltanum frá eigin marki eftir hornspyrnu Spitse. Þetta hollenska landslið og föst leikatriði! Portúgalirnir ráða ekkert við þær appelsínugulu í teignum. 2-0 og van der Gragt fékk takka í andlitið en lætur það ekki á sig fá pic.twitter.com/bW3DnblmC8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Carole Costa minnkaði muninn skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu en dómari leiksins tók sér góðan tíma í að skoða atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Á endanum var vítaspyrnu dæmd og Portúgal komst inn í leikinn. Hér má sjá brotið og VAR athugunina pic.twitter.com/1XOWDogDsU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Staðan var 2-1 í hálfleik en strax í upphafi þess síðari var staðan orðin 2-2. Holland náði ekki að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Boltinn rataði til Costa á hægri vængnum sem átti gullfallega fyrirgjöf á kollinn á Diöna Silva og staðan orðin jöfn. Ótrúlegur viðsnúningur. Portúgal hefur jafnað leikinn í 2-2 með glæsilegum skalla Diönu Silva pic.twitter.com/TnEzG1j3yy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Holland hélt það hefði tekið forystuna á nýjan leik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Myndbandsdómarinn tók sér góðan tíma í að skoða marki og á endanum fór flaggið á loft. Hvað er að gerast í þessum leik?! Holland taldi sig hafa komist aftur yfir, 3-2, og allt ærðist hjá þeim appelsínugulu. Eftir langa athugun VAR var markið að lokum dæmt af vegna rangstöðu! pic.twitter.com/9WwDL75fiT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Hér má sjá rangstöðuna og ákvörðunina. pic.twitter.com/7r6wILN1sW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sigurmarkið kom hins vegar þegar rúm klukkustund var liðin. Danielle van de Donk með hamar utan af velli og staðan orðin 3-2. Reyndust það lokatölur og Holland komið með fjögur stig í C-riðli á meðan Portúgal er aðeins með eitt. Boom! Danielle van de Donk með alvöru skot utan af velli. Svona mark spilar maður aftur og aftur! pic.twitter.com/SuqVwqgSNk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Eftir markalausan fyrri hálfleik í leik Svíþjóðar og Sviss þá kom Fridolina Rolfö sínu liði yfir eftir glæsilegt samspil. Svíar eru komnir yfir gegn Sviss eftir glæsilegt samspil sem splundraði vörn Svisslendinga! pic.twitter.com/Vwhq5WkeXE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sviss jafnaði hins vegar um hæl. Svíar voru ekki lengi í paradís! Svissnesku stúlkurnar jöfnuðu nær samstundis. Leikurinn er kominn á fulla ferð! pic.twitter.com/GAq1qwAv3r— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Ungstirnið Hanna Bennison steig hins vegar upp og tryggði Svíum gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur með frábæru skoti þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Hanna Bennison er ekki búin að vera lengi inn á en hefur strax sett mark sitt á leikinn. Hnitmiðað skot og Svíar leiða, 2-1! pic.twitter.com/WCa7tjuFj7— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Lokatölur 2-1 og Svíþjóð með fjögur stig að loknum tveimur leikjum líkt og Holland á meðan Portúgal og Sviss eru aðeins með eitt stig.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi. 13. júlí 2022 21:00 Svíar tylla sér á topp C-riðils eftir sigur á Sviss Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. 13. júlí 2022 18:00 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Sjá meira
Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi. 13. júlí 2022 21:00
Svíar tylla sér á topp C-riðils eftir sigur á Sviss Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. 13. júlí 2022 18:00
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu