Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Atli Arason skrifar 13. júlí 2022 22:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. „Við vitum meira um þá núna heldur en við vissum um þá fyrir leikina. Þeir eru með ákveðna veikleika sem við þurfum að nýta okkur. Fyrst og síðast þá held ég að þessi leikur snúist um að hlaupa. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir til að hlaupa í leiknum úti en þar voru erfiðar og krefjandi aðstæður,“ sagði Óskar í viðtali við Stöð 2 Sport í aðdraganda seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld. „Við þurfum að gera hlutina hratt og gera þá af krafti. Þeir vilja gera hægja á leiknum og hafa hægt tempó. Við þurfum að stíga á bensíngjöfina og ekki fara af henni,“ bætti hann við. Staðan á leikmannahóp Breiðabliks fyrir leikinn mikilvæga á morgun er góð. „Það eru þannig lagað enginn teljandi meiðsli en auðvitað högg hér og þar. Það er bara Sölvi [Snær Guðbjargarson] sem er að koma til baka eftir beinmar á ökkla og svo er það Pétur Theódór [Árnason] sem verður ekki klár fyrr en í nóvember. Fyrir utan það er staðan mjög góð.“ Óskar varar sína menn við því að vanmeta Santa Coloma, líkt og restin af þjóðinni gerir. „Við stefnum á að spila eins vel og við getum. Þetta andorrska lið er sýnd veiði en ekki gefin. Ég held þeir séu betri en margir Íslendingar gefa þeim kredit fyrir. Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim.“ „Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði. Þeir eru búnir að setja mikla peninga í þetta og eru með fínt lið. Þetta eru góðir fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss þá geta þeir sært okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Viðtalið við Óskar í heild má sjá hér að neðan. Breiðablik mætir Santa Coloma klukkan 19.05 á Kópavogsvelli annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Klippa: Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Sjá meira
„Við vitum meira um þá núna heldur en við vissum um þá fyrir leikina. Þeir eru með ákveðna veikleika sem við þurfum að nýta okkur. Fyrst og síðast þá held ég að þessi leikur snúist um að hlaupa. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir til að hlaupa í leiknum úti en þar voru erfiðar og krefjandi aðstæður,“ sagði Óskar í viðtali við Stöð 2 Sport í aðdraganda seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld. „Við þurfum að gera hlutina hratt og gera þá af krafti. Þeir vilja gera hægja á leiknum og hafa hægt tempó. Við þurfum að stíga á bensíngjöfina og ekki fara af henni,“ bætti hann við. Staðan á leikmannahóp Breiðabliks fyrir leikinn mikilvæga á morgun er góð. „Það eru þannig lagað enginn teljandi meiðsli en auðvitað högg hér og þar. Það er bara Sölvi [Snær Guðbjargarson] sem er að koma til baka eftir beinmar á ökkla og svo er það Pétur Theódór [Árnason] sem verður ekki klár fyrr en í nóvember. Fyrir utan það er staðan mjög góð.“ Óskar varar sína menn við því að vanmeta Santa Coloma, líkt og restin af þjóðinni gerir. „Við stefnum á að spila eins vel og við getum. Þetta andorrska lið er sýnd veiði en ekki gefin. Ég held þeir séu betri en margir Íslendingar gefa þeim kredit fyrir. Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim.“ „Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði. Þeir eru búnir að setja mikla peninga í þetta og eru með fínt lið. Þetta eru góðir fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss þá geta þeir sært okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Viðtalið við Óskar í heild má sjá hér að neðan. Breiðablik mætir Santa Coloma klukkan 19.05 á Kópavogsvelli annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Klippa: Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina
Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Sjá meira