Mörkin sem komu Þýskalandi í átta liða úrslit og héldu vonum Danmerkur á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 13:15 Pernille Harder bjargaði Danmörku í gær. EPA-EFE/TIM KEETON Tveir leikir fóru fram á Evrópumóti kvenna í fótbolta í gær, þriðjudag. Þýskaland er komið í 8-liða úrslit eftir 2-0 sigur á Spáni og Danmörk á enn möguleika þökk sé sigurmarki Pernille Harder gegn Finnlandi. B-riðill var nefndur dauðariðillinn fyrir mót og stendur undir nafni. Nú er ljóst að annað hvort Spánn eða Danmörk mun sitja eftir með sárt ennið. Þýskaland vann góðan 2-0 sigur á Spáni þökk sé mörkum Klöru Bühl strax á þriðju mínútu og Alexöndru Popp á 37. mínútu leiksins. Bühl skoraði með góðu skoti úr teignum á meðan Popp stangaði hornspyrnu Felicitas Rauch í netið. Það er mark - Þýskaland er komið í 1-0 - það var Klara Buehl sem skorar mark Þjóðverja eftir klaufaleg mistök hjá markmanni Spánverja. pic.twitter.com/We0lqKO0Ng— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2022 Algerlega gegn gangi leiksins þá eru Þjóðarverjar komnir í 2-0 á móti Spánverjum. Það var Alexandra Popp sem skorar með skalla eftir hornspyrnu. pic.twitter.com/gVlUetHBvN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2022 Pernille Harder sá til þess að Danmörk á enn möguleika þegar hún skallaði boltann yfir línuna nánast á línu þegar 18 mínútur voru til leiksloka í leik Dana og Finna. Loksins, loksins kom mark í leik Danmerkur og Finnlands. Það er Pernille Harder er það gerir fyrir Danmörk - staðan 1-0. pic.twitter.com/HkeDEbMGHM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2022 Staðan í B-riðli er þannig að Þýskaland er á toppnum með sex stig og er komið áfram í 8-liða úrslit. Spánn og Danmörk eru með þrjú stig á meðan Finnland rekur lestina án stiga. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland-Spánn 2-0 | Þýskaland fyrsta liðið til þess að komast í átta liða úrslitin Þýskaland og Spánn mættust í síðari leik dagsins í B-riðli á Evrópumóti kvenna í fótbolta á Brentford Community Stadium í Lundúnum í kvöld. Þjóðverjar fóru með 2-0 sigur af hólmi og tróna á toppi riðilsins með fullt hús stiga. 12. júlí 2022 20:49 Umfjöllun: Danmörk-Finnland 1-0 | Harder hélt lífi í vonum Danmerkur Danmörk lagði Finnland að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í B-riðli Evópumóts kvenna í fótbolta í dag. 12. júlí 2022 17:54 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
B-riðill var nefndur dauðariðillinn fyrir mót og stendur undir nafni. Nú er ljóst að annað hvort Spánn eða Danmörk mun sitja eftir með sárt ennið. Þýskaland vann góðan 2-0 sigur á Spáni þökk sé mörkum Klöru Bühl strax á þriðju mínútu og Alexöndru Popp á 37. mínútu leiksins. Bühl skoraði með góðu skoti úr teignum á meðan Popp stangaði hornspyrnu Felicitas Rauch í netið. Það er mark - Þýskaland er komið í 1-0 - það var Klara Buehl sem skorar mark Þjóðverja eftir klaufaleg mistök hjá markmanni Spánverja. pic.twitter.com/We0lqKO0Ng— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2022 Algerlega gegn gangi leiksins þá eru Þjóðarverjar komnir í 2-0 á móti Spánverjum. Það var Alexandra Popp sem skorar með skalla eftir hornspyrnu. pic.twitter.com/gVlUetHBvN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2022 Pernille Harder sá til þess að Danmörk á enn möguleika þegar hún skallaði boltann yfir línuna nánast á línu þegar 18 mínútur voru til leiksloka í leik Dana og Finna. Loksins, loksins kom mark í leik Danmerkur og Finnlands. Það er Pernille Harder er það gerir fyrir Danmörk - staðan 1-0. pic.twitter.com/HkeDEbMGHM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2022 Staðan í B-riðli er þannig að Þýskaland er á toppnum með sex stig og er komið áfram í 8-liða úrslit. Spánn og Danmörk eru með þrjú stig á meðan Finnland rekur lestina án stiga.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland-Spánn 2-0 | Þýskaland fyrsta liðið til þess að komast í átta liða úrslitin Þýskaland og Spánn mættust í síðari leik dagsins í B-riðli á Evrópumóti kvenna í fótbolta á Brentford Community Stadium í Lundúnum í kvöld. Þjóðverjar fóru með 2-0 sigur af hólmi og tróna á toppi riðilsins með fullt hús stiga. 12. júlí 2022 20:49 Umfjöllun: Danmörk-Finnland 1-0 | Harder hélt lífi í vonum Danmerkur Danmörk lagði Finnland að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í B-riðli Evópumóts kvenna í fótbolta í dag. 12. júlí 2022 17:54 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland-Spánn 2-0 | Þýskaland fyrsta liðið til þess að komast í átta liða úrslitin Þýskaland og Spánn mættust í síðari leik dagsins í B-riðli á Evrópumóti kvenna í fótbolta á Brentford Community Stadium í Lundúnum í kvöld. Þjóðverjar fóru með 2-0 sigur af hólmi og tróna á toppi riðilsins með fullt hús stiga. 12. júlí 2022 20:49
Umfjöllun: Danmörk-Finnland 1-0 | Harder hélt lífi í vonum Danmerkur Danmörk lagði Finnland að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í B-riðli Evópumóts kvenna í fótbolta í dag. 12. júlí 2022 17:54