Pogba segist vera kominn heim en hafa orðið að manni í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 10:01 Paul Pogba er ekki allra. EPA-EFE/TIM KEETON „Stundum tekur maður ákvarðanir sem falla ekki með manni en ég er ánægður með árin mín í Manchester, þar ólst ég upp, þar lærði ég og þar varð ég að manni,“ segir Paul Pogba en hann samdi á dögunum við Juventus eftir að samningur hans við Manchester United rann út. „Ég er ánægður með þær ákvarðarnir sem ég hef tekið í lífinu,“ segir franski miðvallarleikmaðurinn en þetta er í annað sinn sem hann fer frítt frá Man United til Juventus. Pogba, sem er 29 ára gamall í dag, vonast eftir meiri stöðugleika hjá Juventus heldur en var hjá Man United eftir að hann gekk í raðir félagsins í annað sinn. Að hans mati var skipt reglulega um þjálfara með tilheyrandi breytingum á leikstíl. Paul Pogba is ready for the next chapter pic.twitter.com/SDGp6Zs3nx— B/R Football (@brfootball) July 12, 2022 „Að skipta um þjálfara á hverju ári, það var erfitt fyrir mig. Svo meiddist í nokkrum sinnum en ég held líka að þetta hafi verið andlegt, að spila og vera svo ekki að spila. Það hægir á manni. Þetta var lítið af öllu, þjálfarinn, liðið og leikstaðan. Þetta hafði allt áhrif,“ sagði Pogba um vandræði sín í Manchester. Að segja að félagið hafi skipt um þjálfara árlega stenst þó ekki skoðun þar sem José Mourinho stýrði liðinu frá því Pogba kom sumarið 2016 fram í desember 2018. Ole Gunnar Solskjær tók þá við og stýrði liðinu þangað til undir lok árs 2021. Eftir það tók Michael Carrick við í þrjá leiki og svo kom Ralf Rangnick inn og kláraði síðustu leiktíð sem þjálfari Man United. Það voru því aðeins tveir þjálfarar við stjórnvölin nær allan tíma Pogba hjá félaginu. Pogba ákvað á endanum að skrifa ekki undir nýjan samning við Man United þar sem honum fannst þau himinháu laun sem félagið bauð honum ekki vera nægilega há. Nú er hann kominn aftur til Ítalíu og getur ekki beðið eftir að sýna sig og sanna en Pogba skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus. „Nú, þegar ég hef skipt um umhverfi, munuð þið sjá annan Paul Pogba. Ég get spilað mun betur en ég hef gert á undanförnum árum. Ég er ánægður með að vera kominn heim, þannig líður mér hér. Þetta er eitthvað meira en aðeins draumur, ég er mjög hamingjusamur.“ Getting started! #ForzaJuve pic.twitter.com/Fd1CEnbTDi— Paul Pogba (@paulpogba) July 12, 2022 „Það voru önnur lið sem sýndu áhuga en hjarta mitt valdi Juventus. Mér leið vel hér áður og líður vel hér núna. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hjálpa liðinu. Ég vonast til að gera betur en síðast,“ sagði Pogba að endingu í viðtalinu. Það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Juventus-liðið sem Pogba var í frá 2012 til 2016 bar höfuð og herðar yfir öll önnur lið Ítalíu. Liðið vann hvern titilinn á fætur öðrum en nú er tíðin önnur. Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, hafa unnið deildina undanfarin tvö ár og Juventus má muna sinn fífil fegurri. Fótbolti Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
„Ég er ánægður með þær ákvarðarnir sem ég hef tekið í lífinu,“ segir franski miðvallarleikmaðurinn en þetta er í annað sinn sem hann fer frítt frá Man United til Juventus. Pogba, sem er 29 ára gamall í dag, vonast eftir meiri stöðugleika hjá Juventus heldur en var hjá Man United eftir að hann gekk í raðir félagsins í annað sinn. Að hans mati var skipt reglulega um þjálfara með tilheyrandi breytingum á leikstíl. Paul Pogba is ready for the next chapter pic.twitter.com/SDGp6Zs3nx— B/R Football (@brfootball) July 12, 2022 „Að skipta um þjálfara á hverju ári, það var erfitt fyrir mig. Svo meiddist í nokkrum sinnum en ég held líka að þetta hafi verið andlegt, að spila og vera svo ekki að spila. Það hægir á manni. Þetta var lítið af öllu, þjálfarinn, liðið og leikstaðan. Þetta hafði allt áhrif,“ sagði Pogba um vandræði sín í Manchester. Að segja að félagið hafi skipt um þjálfara árlega stenst þó ekki skoðun þar sem José Mourinho stýrði liðinu frá því Pogba kom sumarið 2016 fram í desember 2018. Ole Gunnar Solskjær tók þá við og stýrði liðinu þangað til undir lok árs 2021. Eftir það tók Michael Carrick við í þrjá leiki og svo kom Ralf Rangnick inn og kláraði síðustu leiktíð sem þjálfari Man United. Það voru því aðeins tveir þjálfarar við stjórnvölin nær allan tíma Pogba hjá félaginu. Pogba ákvað á endanum að skrifa ekki undir nýjan samning við Man United þar sem honum fannst þau himinháu laun sem félagið bauð honum ekki vera nægilega há. Nú er hann kominn aftur til Ítalíu og getur ekki beðið eftir að sýna sig og sanna en Pogba skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus. „Nú, þegar ég hef skipt um umhverfi, munuð þið sjá annan Paul Pogba. Ég get spilað mun betur en ég hef gert á undanförnum árum. Ég er ánægður með að vera kominn heim, þannig líður mér hér. Þetta er eitthvað meira en aðeins draumur, ég er mjög hamingjusamur.“ Getting started! #ForzaJuve pic.twitter.com/Fd1CEnbTDi— Paul Pogba (@paulpogba) July 12, 2022 „Það voru önnur lið sem sýndu áhuga en hjarta mitt valdi Juventus. Mér leið vel hér áður og líður vel hér núna. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hjálpa liðinu. Ég vonast til að gera betur en síðast,“ sagði Pogba að endingu í viðtalinu. Það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Juventus-liðið sem Pogba var í frá 2012 til 2016 bar höfuð og herðar yfir öll önnur lið Ítalíu. Liðið vann hvern titilinn á fætur öðrum en nú er tíðin önnur. Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, hafa unnið deildina undanfarin tvö ár og Juventus má muna sinn fífil fegurri.
Fótbolti Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira