Ólafur um Ceciliu: Svekkjandi fyrir hana en hún er frábær karakter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 10:30 Fólk þurfti ekki að fylgjast lengi með æfingu íslenska landsliðsins til að fá sýnishorn af gleðigjafanum Ceciliu Rán Rúnarsdóttur. Vísir/Vilhelm Ólafur Pétursson er markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en það hefur gengið óvenju mikið á í þeim hóp þótt stutt sé búið af mótinu. Daginn fyrir fyrsta leik þá þurfti íslenska landsliðið að kalla á nýjan markvörð eftir að Cecilia Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði. Cecilia Rán er ein vinsælasti leikmaður landsliðsins eins og sjá mátti á svörum stelpnanna þegar þær voru spurðar út í fyndnasta leikmann landsliðsins. Það þurfti mikla jákvæðni til að ráða við það að missa af EM á elleftu stunduð þegar þú ert ekki orðin nítján ára gömul. „Það voru mikil vonbrigði og leiðinlegt fyrir hana því miður. Hún er mikill karakter og kemur sterkari til baka,“ sagði Ólafur Pétursson. En hvernig kom þetta til. „Hún var bara á markmannsæfingu hjá mér og fær á sig skot en segist svo vera aum í puttanum. Við létum kíkja á það og svo kom það í ljós að hún væri brotin,“ sagði Ólafur. „Þetta er gríðarlega erfitt og líka leiðinlegt að missa af svona stóru móti. Hún er nýbúin að vera í meiðslum, kom sér upp úr þeim, var búin að standa sig frábærlega og æfa vel. Þetta er svekkjandi fyrir hana en hún er frábær karakter og verður komin inn á völlinn áður en við vitum af,“ sagði Ólafur. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir héldu báðar á búningi Ceciliu Rán fyrir fyrsta leikinn á móti Belgíu. „Þær komu henni á óvart og hún felldi örugglega tár,“ sagði Ólafur. Cecilia Rán fer nú til Þýskalands í aðgerð en getur vonandi aftur hitt fyrir landsliðsfélaga sína ef allt gengur vel. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Daginn fyrir fyrsta leik þá þurfti íslenska landsliðið að kalla á nýjan markvörð eftir að Cecilia Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði. Cecilia Rán er ein vinsælasti leikmaður landsliðsins eins og sjá mátti á svörum stelpnanna þegar þær voru spurðar út í fyndnasta leikmann landsliðsins. Það þurfti mikla jákvæðni til að ráða við það að missa af EM á elleftu stunduð þegar þú ert ekki orðin nítján ára gömul. „Það voru mikil vonbrigði og leiðinlegt fyrir hana því miður. Hún er mikill karakter og kemur sterkari til baka,“ sagði Ólafur Pétursson. En hvernig kom þetta til. „Hún var bara á markmannsæfingu hjá mér og fær á sig skot en segist svo vera aum í puttanum. Við létum kíkja á það og svo kom það í ljós að hún væri brotin,“ sagði Ólafur. „Þetta er gríðarlega erfitt og líka leiðinlegt að missa af svona stóru móti. Hún er nýbúin að vera í meiðslum, kom sér upp úr þeim, var búin að standa sig frábærlega og æfa vel. Þetta er svekkjandi fyrir hana en hún er frábær karakter og verður komin inn á völlinn áður en við vitum af,“ sagði Ólafur. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir héldu báðar á búningi Ceciliu Rán fyrir fyrsta leikinn á móti Belgíu. „Þær komu henni á óvart og hún felldi örugglega tár,“ sagði Ólafur. Cecilia Rán fer nú til Þýskalands í aðgerð en getur vonandi aftur hitt fyrir landsliðsfélaga sína ef allt gengur vel.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira