Innlent

Blendnar til­finningar og gríðar­legir hags­munir í húfi

Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík.
Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Vísir

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 

Í gær var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Síldarvinnslan kaupir allt hlutafé félagsins og greiðir fyrir það tuttugu milljarða. Þá greiðir fyrirtækið einnig vaxtaberandi skuldir Vísis sem nema um ellefu milljörðum. 

Um 230 íbúar Grindavíkur starfa fyrir Vísi og stefnir Síldarvinnslan á að halda starfsemi Vísis áfram í Grindavík, að minnsta kosti næstu fimm árin. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, Ásrún Helga Kristinsdóttir, segist bera blendnar tilfinningar til kaupanna. 

„Tilfinningarnar eru blendnar, breytingar geta verið óþægilegar. Vísisfjölskyldan er stór hluti af þessu samfélagi og ég trúi því að þau hafi haft hagsmuni bæjarfélagsins að leiðarljósi,“ sagði Ásrún í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hún segist treysta því sem fulltrúar Síldarvinnslunnar sögðu bæjarstjórn í morgun og segir gríðarlega hagsmuni vera í húfi. 

„Hér er mikil sérstaða, við erum með góð mið og höfn sem er nálægt, við erum með hátækni bolfisksvinnsluhús, mikinn mannauð, reynslu og þekkingu. Það eru miklir hagsmunir í húfi.“


Tengdar fréttir

Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kyn­­slóða

Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða.

Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi

Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í SíldarvinnslunniAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.