Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 11. júlí 2022 17:22 Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir söluna til Síldarvinnslunnar efla starfsemi fyrirtækisins til muna. Vísir/Arnar Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, sagði kaup Síldarvinnslunnar á Vísi vera beint framhald af stefnumörkun fyrirtækisins undanfarin ár. Með kaupunum sé verið að tvöfalda bolfiskshluta félagsins og fyrirtækin telji sig getað spilað betur út úr þessum heimildum sameiginlega en í hvort í sínu lagi. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði söluna á Vísi áður hafa legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. Hann trúir því að þær forsendur sem séu að baki tryggi veru fyrirtækisins. Hann segir að það sé eins í þessum rekstri og öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Dansa á línu kvótaviðmiða Fréttamaður Vísis talaði við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar, í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. „Er ekki hætta á að þið farið yfir svokölluð kvótaviðmið sem hafa verið gefin út?“ spurði fréttamaður Gunnþór. „Eins og kom fram í tilkynningunni sem við sendum frá okkur þá er ákveðið útlit á því að við gætum verið að dansa sitthvorum megin við þetta viðmið, sem er tólf prósent. Auðvitað er það háð miklum sveiflum í útgáfu aflaheimilda,“ sagði Gunnþór við þeirri spurningu. Þá bætti hann við að Síldarvinnslan væri til dæmis mjög stór í uppsjávarheimildum sem sveifluðust mikið og síðustu tvö af fjórum árum hafi engum loðnukvóta verið úthlutað. „En að sjálfsögðu erum við meðvituð um þetta og munum aðlaga heimildir félagsins að þeim ramma sem okkur er sniðinn,“ sagði Gunnþór. „Hvað þýðir að aðlaga ykkar heimildir? Eruð þið að fara að selja einhverjar heimildir frá ykkur?“ „Við gætum þurft að losa einhverjar heimildir út úr samstæðunni,“ sagði Gunnþór aðspurður hvað þýddi að aðlaga heimildir. En það væri hægt að aðlaga sig með fleiri en einum hætti. Trúa því að salan sé besta ákvörðunin fyrir Vísi Fréttamaður talaði við Pétur Pálsson, framkvæmdastjóra Vísis, um söluna. Aðspurður hvers vegna Vísir var seldur til Síldarvinnslunnar sagði Pétur að ákvörðun um söluna hafi áður legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. „Það er samkomulag um vinnubrögð næstu fimm árin. Við trúum því einfaldlega að þessar forsendur sem hér eru að baki tryggi veru fyrirtækisins hér með okkar starfsfólki,“ sagði Pétur aðspurður hvort það væri einhver trygging fyrir því að starfsemin yrði áfram í Grindavík. „Þetta er eiginlega að snúast við. Áður var fyrirtækið alltaf að skammta fólki vinnu en nú er það fólk sem skaffar fyrirtækjum afl,“ bætti hann við og sagðist bjartsýnn og trúa því að þetta væri besta leiðin fyrir fyrirtækið. „Má segja að með þessari sölu sé kvótinn að fara milli kynslóða?“ spurði fréttamaður þá. „Ég held að það sé í þessum rekstri eins og öllum öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Stærsti hlutinn af þessu lausafé sem við fáum greitt fer í ríkissjóð,“ sagði Pétur aðspurður hvort kvótinn væri að fara á milli kynslóða með sölunni. Ástæðan fyrir því að þau systkinin tóku 70 prósent greiðslunnar í hlutabréfum sagði Pétur að öll eign þeirra færi úr því að vera eign í Vísi yfir í að vera eign í Síldarvinnslunni. Peningarnir sem þau fengju nægðu svo fyrir þeim skattgreiðslum sem þyrfti að inna af hendi við svona kynslóðaskipti og gjörninga. Aðspurður út í áhyggjur fólks af aukinni samþjöppun í ljósi sögunnar segir Páll að þó að það séu búnar að vera miklar breytingar á sjávarútvegi sé engin önnur atvinnugrein sem komist með tærnar nálægt hælunum á sjávarútveginum í dreifingu um landið og í fjölda fyrirtækja. Sjávarútvegur Fiskur Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, sagði kaup Síldarvinnslunnar á Vísi vera beint framhald af stefnumörkun fyrirtækisins undanfarin ár. Með kaupunum sé verið að tvöfalda bolfiskshluta félagsins og fyrirtækin telji sig getað spilað betur út úr þessum heimildum sameiginlega en í hvort í sínu lagi. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði söluna á Vísi áður hafa legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. Hann trúir því að þær forsendur sem séu að baki tryggi veru fyrirtækisins. Hann segir að það sé eins í þessum rekstri og öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Dansa á línu kvótaviðmiða Fréttamaður Vísis talaði við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar, í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. „Er ekki hætta á að þið farið yfir svokölluð kvótaviðmið sem hafa verið gefin út?“ spurði fréttamaður Gunnþór. „Eins og kom fram í tilkynningunni sem við sendum frá okkur þá er ákveðið útlit á því að við gætum verið að dansa sitthvorum megin við þetta viðmið, sem er tólf prósent. Auðvitað er það háð miklum sveiflum í útgáfu aflaheimilda,“ sagði Gunnþór við þeirri spurningu. Þá bætti hann við að Síldarvinnslan væri til dæmis mjög stór í uppsjávarheimildum sem sveifluðust mikið og síðustu tvö af fjórum árum hafi engum loðnukvóta verið úthlutað. „En að sjálfsögðu erum við meðvituð um þetta og munum aðlaga heimildir félagsins að þeim ramma sem okkur er sniðinn,“ sagði Gunnþór. „Hvað þýðir að aðlaga ykkar heimildir? Eruð þið að fara að selja einhverjar heimildir frá ykkur?“ „Við gætum þurft að losa einhverjar heimildir út úr samstæðunni,“ sagði Gunnþór aðspurður hvað þýddi að aðlaga heimildir. En það væri hægt að aðlaga sig með fleiri en einum hætti. Trúa því að salan sé besta ákvörðunin fyrir Vísi Fréttamaður talaði við Pétur Pálsson, framkvæmdastjóra Vísis, um söluna. Aðspurður hvers vegna Vísir var seldur til Síldarvinnslunnar sagði Pétur að ákvörðun um söluna hafi áður legið fyrir og nú hafi besta tækifærið gefist. „Það er samkomulag um vinnubrögð næstu fimm árin. Við trúum því einfaldlega að þessar forsendur sem hér eru að baki tryggi veru fyrirtækisins hér með okkar starfsfólki,“ sagði Pétur aðspurður hvort það væri einhver trygging fyrir því að starfsemin yrði áfram í Grindavík. „Þetta er eiginlega að snúast við. Áður var fyrirtækið alltaf að skammta fólki vinnu en nú er það fólk sem skaffar fyrirtækjum afl,“ bætti hann við og sagðist bjartsýnn og trúa því að þetta væri besta leiðin fyrir fyrirtækið. „Má segja að með þessari sölu sé kvótinn að fara milli kynslóða?“ spurði fréttamaður þá. „Ég held að það sé í þessum rekstri eins og öllum öðrum að hlutabréf erfist milli kynslóða. Stærsti hlutinn af þessu lausafé sem við fáum greitt fer í ríkissjóð,“ sagði Pétur aðspurður hvort kvótinn væri að fara á milli kynslóða með sölunni. Ástæðan fyrir því að þau systkinin tóku 70 prósent greiðslunnar í hlutabréfum sagði Pétur að öll eign þeirra færi úr því að vera eign í Vísi yfir í að vera eign í Síldarvinnslunni. Peningarnir sem þau fengju nægðu svo fyrir þeim skattgreiðslum sem þyrfti að inna af hendi við svona kynslóðaskipti og gjörninga. Aðspurður út í áhyggjur fólks af aukinni samþjöppun í ljósi sögunnar segir Páll að þó að það séu búnar að vera miklar breytingar á sjávarútvegi sé engin önnur atvinnugrein sem komist með tærnar nálægt hælunum á sjávarútveginum í dreifingu um landið og í fjölda fyrirtækja.
Sjávarútvegur Fiskur Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17