Innlent

Banda­ríkja­menn bera af í brott­förum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Alls ferðuðust 66 þúsund Íslendingar um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum júnímánuði.
Alls ferðuðust 66 þúsund Íslendingar um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum júnímánuði. Vísir/Vilhelm

Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust.

Flestar brottfarir í júní voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna en alls ferðuðust 53 þúsund Bandaríkjamenn um flugvöllinn, rúmlega þrjátíu prósent af heildarfjöldanum.

Samkvæmt Ferðamálastofu eru Bandaríkjamenn gjarnir á að ferðast til Íslands í júní og hafa þeir verið fjölmennasta þjóðernið þann mánuðinn um árabil. Helmingur brottfara árið 2021 mátti rekja til Bandaríkjamanna.

Graf sem sýnir þau tíu þjóðerni sem voru fjölmennust á Keflavíkurflugvelli í júní.Ferðamálastofa

Næst á eftir Bandaríkjamönnum koma Þjóðverjar, Frakkar, Bretar og Pólverjar.

Frá áramótum hafa 636 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi en árið 2019, fyrir heimsfaraldur, voru þeir rúmlega milljón talsins.

Íslendingar voru einnig gjarnir til að ferðast í júní en alls fóru 66 þúsund Íslendingar til útlanda í júní sem er þriðja hæsti fjöldi síðan mælingar hófust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×