Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2022 07:49 Gotabaya Rajapaksa hefur aðeins verið forseti Srí Lanka frá árinu 2019. Andy Buchanan/Getty Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur tilkynnt fráfarandi forsætisráðherra landsins, Ranil Wickremesinghe, að hann muni segja af sér. Sjálfur tilkynnti Wickremesinghe að hann myndi láta af völdum þegar srílankska þingið kemur sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rajapaksa hafur farið huldu höfði síðan á laugardag þegar mótmælendur brutust inn á heimili hans og skrifstofu í efnahagslegu höfuðborginni Kólombó. Mótmælendur eru enn inni á heimili hans og hafa sagst ekki munu fara fet fyrr en forsetinn segir af sér. Talið er að forsetinn haldi til á herskipi undan ströndum Srí Lanka. Ekki fyrsti Rajapaksa sem bolað er frá völdum Alda mótmæla hefur gengið yfir Srí Lanka undanfarna mánuði og hún náði suðupunkti um helgina þegar þúsundur fylktust út á götu og kröfðust afsagna forsetans og forsætisráðherrans. Áður höfðu mótmælendur náð að bola Mahinda Rajapaksa, bróður fráfarandi forseta, úr stóli forsætisráðherra. Mótmælendur hafa kennt stjórnvöldum, og sér í lagi Rajapaksa-bræðrum, um efnhagskreppu í landinu sem er sú versta í sögu þess. Mikill skortur er í landinu á öllum nauðsynjum, til að mynda gripu stjórnvöld til þess ráðs nýverið að banna sölu eldsneytis nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að samkvæmt stjórnarskrá landsins muni afsögn forsetans ekki verða tekin gild fyrr en hann afhendir forseta þingsins formlegt afsagnarbréf. Það hafi hann ekki enn gert. Srí Lanka Tengdar fréttir Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur tilkynnt fráfarandi forsætisráðherra landsins, Ranil Wickremesinghe, að hann muni segja af sér. Sjálfur tilkynnti Wickremesinghe að hann myndi láta af völdum þegar srílankska þingið kemur sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rajapaksa hafur farið huldu höfði síðan á laugardag þegar mótmælendur brutust inn á heimili hans og skrifstofu í efnahagslegu höfuðborginni Kólombó. Mótmælendur eru enn inni á heimili hans og hafa sagst ekki munu fara fet fyrr en forsetinn segir af sér. Talið er að forsetinn haldi til á herskipi undan ströndum Srí Lanka. Ekki fyrsti Rajapaksa sem bolað er frá völdum Alda mótmæla hefur gengið yfir Srí Lanka undanfarna mánuði og hún náði suðupunkti um helgina þegar þúsundur fylktust út á götu og kröfðust afsagna forsetans og forsætisráðherrans. Áður höfðu mótmælendur náð að bola Mahinda Rajapaksa, bróður fráfarandi forseta, úr stóli forsætisráðherra. Mótmælendur hafa kennt stjórnvöldum, og sér í lagi Rajapaksa-bræðrum, um efnhagskreppu í landinu sem er sú versta í sögu þess. Mikill skortur er í landinu á öllum nauðsynjum, til að mynda gripu stjórnvöld til þess ráðs nýverið að banna sölu eldsneytis nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að samkvæmt stjórnarskrá landsins muni afsögn forsetans ekki verða tekin gild fyrr en hann afhendir forseta þingsins formlegt afsagnarbréf. Það hafi hann ekki enn gert.
Srí Lanka Tengdar fréttir Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07
Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36