Fótbolti

Óttar Magnús markahæstur - Þorleifur kom inná, sá og sigraði

Hjörvar Ólafsson skrifar
Óttar Magnús og liðsfélagar hans hjá Oakland Roots fyrir leikinn gegn FC Dallas í nótt. 
Óttar Magnús og liðsfélagar hans hjá Oakland Roots fyrir leikinn gegn FC Dallas í nótt.  Mynd/Oakland Roots

Þorleifur Úlfarsson skoraði fyrra mark Houston Dynamo þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn FC Dallas í MLS-deildinni í fótbolta karla í nótt.

Þorleifur Úlfarsson skoraði fyrra mark Houston Dynamo þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn FC Dallas í MLS-deildinni í fótbolta karla í nótt. 

Þorleifur kom inná sem varamaður í upphafi seinni varamaður í upphafi seinni hálfleiks og var búinn að skora stundarfjórðungi síðar. 

Þessi 21 árs gamli framherji hefur skorað þrjú mörk í þeim 19 deildarleikjum sem hann hefur spilað fyrir Houston Dynamo á yfirstandandi leiktíð. 

Arnór Ingvi Traustason spilaði síðustu 20 mínúturnar fyrir New England Revolution sem laut í lægra haldi 4-2 á móti New York City.

Róbert Orri Þorkelsson var allan tímann á varamannabekknum hjá Montreal þegar liðið tapaði fyrir Sporting KC. 

Óttar Magnús Karlsson skoraði svo tvö marka Oakland Roots í 3-3 jafntefli liðsins í leik sínum við Sacramento Republic í norður-amerísku B-deildinni. Óttar Magnús er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með 13 mörk. 

Mörk Óttars má sjá hér að neðan: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×