Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2022 14:07 Srílankskir mótmælendur mótmæltu af hörku fyrir utan skrifstofu forseta Srí Lanka. Thilina Kaluthotage/AP Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, mun láta af völdum fljótlega en hann ætti að vera orðinn vanur því. Hann tók við embætti forsætisráðherra í maí síðastlinum í sjötta skipti en honum hefur aldrei tekist að sitja heilt kjörtímabil. Mótmælendur stungu sér til sunds Mótmæli sem geysað hafa í Srí Lanka um nokkurra mánaða skeið náðu hápunkti sínum í dag þegar mótmælendur ruddust inn á heimili og skrifstofu forseta landsins, Gotabaya Rajapaksa. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælunum og sjá má mannhafið í myndskeiði The Telegraph hér að neðan. Þar má einnig sjá mótmælendur skemmta sér konunglega í sundlaug forsetans. Í frétt AP um mótmælin segir að þau séu uppsprottinn vegna efnahagsástandsins í landinu en það hafi ekki verið verra í sögu landsins. Mótmælendur kenni forsetanum og forsætisráðherranum um ástandið og vilji þá á brott. AP hefur eftir talsmanni srílankska þingsins, Dinouk Colambage, að forsætisráðherrann hefði tilkynnt leiðtogum þingflokka að hann muni segja af sér þegar allir flokkar hafa samið um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Í maí á þessu ári sagði eldri bróðir forsetans og þáverandi forsætisráðherra, Mahinda Rajapaksa, af sér vegna mótmæla. Srí Lanka Tengdar fréttir Setjar verulegar hömlur á sölu eldsneytis Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri. 28. júní 2022 08:05 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent „Ég er sá sem get fellt hann“ Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, mun láta af völdum fljótlega en hann ætti að vera orðinn vanur því. Hann tók við embætti forsætisráðherra í maí síðastlinum í sjötta skipti en honum hefur aldrei tekist að sitja heilt kjörtímabil. Mótmælendur stungu sér til sunds Mótmæli sem geysað hafa í Srí Lanka um nokkurra mánaða skeið náðu hápunkti sínum í dag þegar mótmælendur ruddust inn á heimili og skrifstofu forseta landsins, Gotabaya Rajapaksa. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælunum og sjá má mannhafið í myndskeiði The Telegraph hér að neðan. Þar má einnig sjá mótmælendur skemmta sér konunglega í sundlaug forsetans. Í frétt AP um mótmælin segir að þau séu uppsprottinn vegna efnahagsástandsins í landinu en það hafi ekki verið verra í sögu landsins. Mótmælendur kenni forsetanum og forsætisráðherranum um ástandið og vilji þá á brott. AP hefur eftir talsmanni srílankska þingsins, Dinouk Colambage, að forsætisráðherrann hefði tilkynnt leiðtogum þingflokka að hann muni segja af sér þegar allir flokkar hafa samið um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Í maí á þessu ári sagði eldri bróðir forsetans og þáverandi forsætisráðherra, Mahinda Rajapaksa, af sér vegna mótmæla.
Srí Lanka Tengdar fréttir Setjar verulegar hömlur á sölu eldsneytis Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri. 28. júní 2022 08:05 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent „Ég er sá sem get fellt hann“ Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Setjar verulegar hömlur á sölu eldsneytis Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri. 28. júní 2022 08:05
Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36