Hörður Björgvin var samningslaus en hann hefur verið í herbúðum rússneska félagsins CSKA Moskvu síðustu fjögur keppnistímabil.
Þessi 29 ára gamli varnarmaður skrifa undir tveggja ára samning við Panathinakos en auk CSKA Moskvu hefur Hörður Björgvin leikið Fram, Juventus, Spezia, Cesena og Bristol City á ferli sínum.
Á síðasta keppnistímabili varð Panathinaikos í fjórða sæti grísku efstu deildarinnar og varð bikarmeistari í 19. skipti í sögu félagsins.