Innlent

Grunaður um að hafa ógnað öðrum með egg­vopni

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Maðurinn sem um ræðir ógnaði starfsfólki með byssu sem reyndist síðar vera leikfang.
Maðurinn sem um ræðir ógnaði starfsfólki með byssu sem reyndist síðar vera leikfang. Vísir/Vilhelm

Maður var handtekinn í Múlahverfi og er grunaður um að hafa ógnað öðrum með eggvopni, hann var vistaður í fangageymslu lögreglu en látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem sagt er frá helstu verkefnum lögregluþjóna í dag.

Tilkynnt var um tilraun til ráns í lyfjaverslun í miðbænum en Vísir greindi frá því fyrr í dag. Maðurinn sem um ræðir ógnaði starfsfólki með byssu sem reyndist síðar vera leikfang. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Eldur kom upp í vélarrými báts við bryggju í Hafnarfirði, búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×