Hótaði að myrða mann með smjörhníf Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2022 15:27 Líflátshótunin var höfð uppi í matsal ótilgreinds gistiskýlis. Þetta gistiskýli er á Lindargötu í Reykjavík. Stöð 2/Egill Karlmaður á þrítugsaldri var á dögunum dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líflátshótun með því að hafa hótað að myrða mann með smjörhníf í gistiskýli í Reykjavík. Maðurinn, sem er fæddur árið 1997, á að baki langan sakaferil en hann hefur sjö sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar. Einn ákæruliður var raunar vegna brots gegn valdstjórninni sem framið var á Litla-Hrauni þegar hann hótaði fangavörðum lífláti og hrækti í andlit annars þeirra. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot, meðal annars fyrir að stela vörum úr matvöruverslunum. Stærsti þjófnaðurinn var framinn árið 2020 í félagi við annann mann með því að brjóta rúðu skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur á Laugarvegi og hafa þaðan skartgripi að andvirði tæplega þriggja milljóna króna. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa ruðst inn á heimili manns sem hann hafði ætlað að kaupa morfíntöflu af. Maðurinn sagði morfíntöflusalann hafa haft af honum fimm þúsund krónur og lokað á hann án þess að afhenda töfluna. Við það hafi hann ákveðið að sparka upp hurðinni og ná peningnum til baka. Dómurinn taldi ósannað að hann hefði veist að fólkinu með ofbeldi en sakfelldi hann fyrir að hafa rænt síma af eiginkonu morfíntöflusalans. Sagðist hafa verið að smyrja sér samloku Maðurinn játaði sök í flestum ákæruliðum en neitaði þó að hafa hótað manni lífláti. Atvikið sem hann var ákærður fyrir varð í janúar árið 2020 í ótilgreindu gistiskýli fyrir heimilislausa á kvöldverðartíma. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnis varð ágreiningur milli mannsins og annars í tengslum við farsíma eða farsímakort. Maðurinn sagði fyrir dómi að upp úr hafi soðið milli mannanna á meðan hann var að smyrja sér samloku, þess vegna hafi hann verið með smjörhníf í hönd. Hinn maðurinn sagði manninn hafa fyrirvaralaust tekið upp smjörhníf og hótað honum lífláti. Eftir atvikið hafi honum verið mjög brugðið og liðið mjög illa. Starfsmaður gistiskýlisins bar vitni fyrir dómi og staðfesti að mestu frásögn brotaþola en sagði þó að hann hefði verið „mjög pirrandi“ og ögrað manninum líkt og hann vildi að hann myndi hefja rifrildi. Dómurinn taldi sanna að maðurinn hefði gerst sekur um líflátshótun enda hafi hótunin verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola. Sem áður segir var maðurinn dæmdur í 16 mánaða fangelsi en dómari taldi ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsingu hans vegna langs afbrotaferils hans. Þá var hann dæmdur til að greiða 115 þúsund krónur í skaðabætur, tæpleg 1,8 milljón króna málsvarnarþóknun skipaðs lögmanns og rúmlega 400 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Maðurinn, sem er fæddur árið 1997, á að baki langan sakaferil en hann hefur sjö sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar. Einn ákæruliður var raunar vegna brots gegn valdstjórninni sem framið var á Litla-Hrauni þegar hann hótaði fangavörðum lífláti og hrækti í andlit annars þeirra. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot, meðal annars fyrir að stela vörum úr matvöruverslunum. Stærsti þjófnaðurinn var framinn árið 2020 í félagi við annann mann með því að brjóta rúðu skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur á Laugarvegi og hafa þaðan skartgripi að andvirði tæplega þriggja milljóna króna. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa ruðst inn á heimili manns sem hann hafði ætlað að kaupa morfíntöflu af. Maðurinn sagði morfíntöflusalann hafa haft af honum fimm þúsund krónur og lokað á hann án þess að afhenda töfluna. Við það hafi hann ákveðið að sparka upp hurðinni og ná peningnum til baka. Dómurinn taldi ósannað að hann hefði veist að fólkinu með ofbeldi en sakfelldi hann fyrir að hafa rænt síma af eiginkonu morfíntöflusalans. Sagðist hafa verið að smyrja sér samloku Maðurinn játaði sök í flestum ákæruliðum en neitaði þó að hafa hótað manni lífláti. Atvikið sem hann var ákærður fyrir varð í janúar árið 2020 í ótilgreindu gistiskýli fyrir heimilislausa á kvöldverðartíma. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnis varð ágreiningur milli mannsins og annars í tengslum við farsíma eða farsímakort. Maðurinn sagði fyrir dómi að upp úr hafi soðið milli mannanna á meðan hann var að smyrja sér samloku, þess vegna hafi hann verið með smjörhníf í hönd. Hinn maðurinn sagði manninn hafa fyrirvaralaust tekið upp smjörhníf og hótað honum lífláti. Eftir atvikið hafi honum verið mjög brugðið og liðið mjög illa. Starfsmaður gistiskýlisins bar vitni fyrir dómi og staðfesti að mestu frásögn brotaþola en sagði þó að hann hefði verið „mjög pirrandi“ og ögrað manninum líkt og hann vildi að hann myndi hefja rifrildi. Dómurinn taldi sanna að maðurinn hefði gerst sekur um líflátshótun enda hafi hótunin verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola. Sem áður segir var maðurinn dæmdur í 16 mánaða fangelsi en dómari taldi ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsingu hans vegna langs afbrotaferils hans. Þá var hann dæmdur til að greiða 115 þúsund krónur í skaðabætur, tæpleg 1,8 milljón króna málsvarnarþóknun skipaðs lögmanns og rúmlega 400 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira