Fótbolti

Pallborðið: EM ævintýrið að hefjast

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helena og Lilja mæta og hita upp fyrir Evrópumótið á Englandi.
Helena og Lilja mæta og hita upp fyrir Evrópumótið á Englandi. Mynd/hjalti

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í knattspyrnu á sunnudaginn þegar liðið mætir Belgum í fyrsta leik í riðlinum.

Liðið leikur í riðli með Belgum, Ítölum og Frökkum en efstu tvö liðin fara upp úr riðlinum. Pallborðið á Vísi í dag verður undirlagt Evrópumótinu en Stefán Árni Pálsson fær til sín knattspyrnusérfræðingana Helenu Ólafsdóttur og Lilju Valþórsdóttur til að hita upp fyrir mótið.

Farið verður yfir leikmannahóp íslenska liðsins og lykilleikmenn liðsins. Einnig verður rætt við Svövu Kristínu Grétarsdóttur sem er stödd á Englandi þar sem mótið fer fram.

Útsendingin hefst klukkan 14 á Vísi og Stöð 2 Vísi en hægt verður að horfa í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Pallborðið - EM-ævintýrið að hefjast á Englandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×