Tveir dagar í EM: „Elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2022 11:00 Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún er nú mætt með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Getty/Charlotte Wilson Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik þann 10. júlí. Næst á dagskrá er varnarjaxlinn og reynsluboltinn Sif Atladóttir. Sif Atladóttur þarf vart að kynna fyrir nokkru mannsbarni enda verið hluti af íslenska landsliðinu í fleiri ár en hún vill eflaust viðurkenna. Alls hefur hún leikið 89 A-landsleiki en sá fyrsti kom árið 2007. Þá hefur Sif verið hluti af íslenska hópnum á öllum fjórum stórmótunum sem liðið hefur farið á. Sif, sem í dag spilar í Bestu deildinni með Selfossi, en hún hefur leikið með fimm liðum hér á landi. Hún hóf ferilinn með FH en fór þaðan í KR, Þrótt Reykjavík og Val áður en hún hélt til FC Saarbrücken í Þýskalandi árið 2010. Þar stoppaði hún stutt en ári síðar samdi hún við Kristianstad í Svíþjóð. Þar var hún í áratug og var sannkallaður máttarstólpi og á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Sif leikur oftast í stöðu miðvarðar en leysir stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu. Hún er hörð í horn að taka, gefur ekkert eftir og er þekkt fyrir sín þrumu innköst. Þá er vert að taka fram að Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar heitins en hann lék á sínum tíma 70 A-landsleiki ásamt því að þjálfa liðið eftir að skórnir fóru upp á hillu. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2000 fyrir FH Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Blanda af fólki. Þú lærir af öllum sem þú vinnur með ásamt því að ræða fótbolta við aðra. En segi Bjössi, Beta og fjölskyldan eru kannski þau stærstu. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Sissy that walk með RuPaul og Both með Todrick Hall. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, Bjössi (eiginmaður), krakkarnir, mamma og Hafsteinn bónuspabbi, tengda fjölskyldan og fleiri. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS í Lýðheilsufræðum frá 2018, og er í Master í Sport Science. Er í starfi hjá Leikmannasamtökum Íslands (LSÍ) núna. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Arsenal. Uppáhalds tölvuleikur? Súper Mario. Uppáhalds matur? Korean Taco ala Bjössi. Fyndnust í landsliðinu? Sveindís og Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Elísa, Elín Metta og Sandra skipta þessu á milli sín. Óstundvísust í landsliðinu? Þær eru allar frekar on time. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Rölta um svæðið sem við erum á. Chilla inn á herbergjum og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekki hugmynd. Átrúnaðargoð í æsku? Pabbi og Egill bróðir Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006 þegar við í Þrótti vorum í æfingaferð Fótbolti EM 2020 í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Sif Atladóttur þarf vart að kynna fyrir nokkru mannsbarni enda verið hluti af íslenska landsliðinu í fleiri ár en hún vill eflaust viðurkenna. Alls hefur hún leikið 89 A-landsleiki en sá fyrsti kom árið 2007. Þá hefur Sif verið hluti af íslenska hópnum á öllum fjórum stórmótunum sem liðið hefur farið á. Sif, sem í dag spilar í Bestu deildinni með Selfossi, en hún hefur leikið með fimm liðum hér á landi. Hún hóf ferilinn með FH en fór þaðan í KR, Þrótt Reykjavík og Val áður en hún hélt til FC Saarbrücken í Þýskalandi árið 2010. Þar stoppaði hún stutt en ári síðar samdi hún við Kristianstad í Svíþjóð. Þar var hún í áratug og var sannkallaður máttarstólpi og á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Sif leikur oftast í stöðu miðvarðar en leysir stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu. Hún er hörð í horn að taka, gefur ekkert eftir og er þekkt fyrir sín þrumu innköst. Þá er vert að taka fram að Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar heitins en hann lék á sínum tíma 70 A-landsleiki ásamt því að þjálfa liðið eftir að skórnir fóru upp á hillu. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2000 fyrir FH Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Blanda af fólki. Þú lærir af öllum sem þú vinnur með ásamt því að ræða fótbolta við aðra. En segi Bjössi, Beta og fjölskyldan eru kannski þau stærstu. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Sissy that walk með RuPaul og Both með Todrick Hall. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, Bjössi (eiginmaður), krakkarnir, mamma og Hafsteinn bónuspabbi, tengda fjölskyldan og fleiri. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS í Lýðheilsufræðum frá 2018, og er í Master í Sport Science. Er í starfi hjá Leikmannasamtökum Íslands (LSÍ) núna. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Arsenal. Uppáhalds tölvuleikur? Súper Mario. Uppáhalds matur? Korean Taco ala Bjössi. Fyndnust í landsliðinu? Sveindís og Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Elísa, Elín Metta og Sandra skipta þessu á milli sín. Óstundvísust í landsliðinu? Þær eru allar frekar on time. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Rölta um svæðið sem við erum á. Chilla inn á herbergjum og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekki hugmynd. Átrúnaðargoð í æsku? Pabbi og Egill bróðir Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006 þegar við í Þrótti vorum í æfingaferð
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira