Sif Atla: Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru fyrir mína kynslóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 10:00 Sif Atladóttir ætlar að njóta tímans á þessu Evrópumóti og mæti skælbrosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina í gær. Vísir/Vilhelm Margar af yngri leikmönnum íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í dag voru komnar ungar út í atvinnumennsku og reynsluboltinn Sif Atladóttir er sannfærð um að það muni hjálpa þeim á stóra sviðinu á EM kvenna í Englandi. Sif var mjög ánægð með ganginn í undirbúningi íslenska liðsins og ferðalagið mun örugglega ekki sitja lengi í íslensku stelpunum sem mættu til Englands á miðvikudaginn. „Þetta var mjög einfalt og gott ferðalag,“ sagði Sif Atladóttir um flutning íslenska hópsins frá Þýskalandi og yfir til Englands. „Ég held að allar séu tilbúnar. Við áttum geggjaða æfingaviku og góðan tíma saman. Við fengum líka aðeins að baða okkur í sólinni fyrir skýin í Englandi sem er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Sif sem hrósar gestgjöfunum í Þýskalandi. „Þetta var frábær vika og Puma hugsaði vel um okkur. Mjög góður tíma fyrir alla held ég,“ sagði Sif. Spennustigið mun að sjálfsögðu ráða miklu um gengi íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Belgíu en Sif segir það gilda um þá reyndu alveg eins og þær ungu. „Ég held að það sé svolítið hjá öllum. Það sem ég sé sem ótrúlegan kost í ungu stelpunum er að þær fóru út snemma og fóru út ungar. Þær eru búnar að spila fyrir fram tvö, þrjú, fjögur þúsund manns. Talandi um Sveindísi sem spilaði fyrir fram 91 þúsund manns,“ sagði Sif en Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í undanúrslitaleik Wolfsburg í Meistaradeildinni á móti Barcelona sem var spilaður á Nývangi. „Bara þetta gerir það að verkum að þetta skref er ekki eins stórt eins og ef þú kemur af Breiðabliksvellinum eða af Valsvellinum þar sem eru kannski fimmtíu til tvö hundruð manns. Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru kannski fyrir mína kynslóð sem fór beint út á stórmót árið 2009,“ sagði Sif. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Sif var mjög ánægð með ganginn í undirbúningi íslenska liðsins og ferðalagið mun örugglega ekki sitja lengi í íslensku stelpunum sem mættu til Englands á miðvikudaginn. „Þetta var mjög einfalt og gott ferðalag,“ sagði Sif Atladóttir um flutning íslenska hópsins frá Þýskalandi og yfir til Englands. „Ég held að allar séu tilbúnar. Við áttum geggjaða æfingaviku og góðan tíma saman. Við fengum líka aðeins að baða okkur í sólinni fyrir skýin í Englandi sem er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Sif sem hrósar gestgjöfunum í Þýskalandi. „Þetta var frábær vika og Puma hugsaði vel um okkur. Mjög góður tíma fyrir alla held ég,“ sagði Sif. Spennustigið mun að sjálfsögðu ráða miklu um gengi íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Belgíu en Sif segir það gilda um þá reyndu alveg eins og þær ungu. „Ég held að það sé svolítið hjá öllum. Það sem ég sé sem ótrúlegan kost í ungu stelpunum er að þær fóru út snemma og fóru út ungar. Þær eru búnar að spila fyrir fram tvö, þrjú, fjögur þúsund manns. Talandi um Sveindísi sem spilaði fyrir fram 91 þúsund manns,“ sagði Sif en Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í undanúrslitaleik Wolfsburg í Meistaradeildinni á móti Barcelona sem var spilaður á Nývangi. „Bara þetta gerir það að verkum að þetta skref er ekki eins stórt eins og ef þú kemur af Breiðabliksvellinum eða af Valsvellinum þar sem eru kannski fimmtíu til tvö hundruð manns. Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru kannski fyrir mína kynslóð sem fór beint út á stórmót árið 2009,“ sagði Sif.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira