Tveir dagar í EM: „Elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2022 11:00 Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún er nú mætt með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Getty/Charlotte Wilson Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik þann 10. júlí. Næst á dagskrá er varnarjaxlinn og reynsluboltinn Sif Atladóttir. Sif Atladóttur þarf vart að kynna fyrir nokkru mannsbarni enda verið hluti af íslenska landsliðinu í fleiri ár en hún vill eflaust viðurkenna. Alls hefur hún leikið 89 A-landsleiki en sá fyrsti kom árið 2007. Þá hefur Sif verið hluti af íslenska hópnum á öllum fjórum stórmótunum sem liðið hefur farið á. Sif, sem í dag spilar í Bestu deildinni með Selfossi, en hún hefur leikið með fimm liðum hér á landi. Hún hóf ferilinn með FH en fór þaðan í KR, Þrótt Reykjavík og Val áður en hún hélt til FC Saarbrücken í Þýskalandi árið 2010. Þar stoppaði hún stutt en ári síðar samdi hún við Kristianstad í Svíþjóð. Þar var hún í áratug og var sannkallaður máttarstólpi og á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Sif leikur oftast í stöðu miðvarðar en leysir stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu. Hún er hörð í horn að taka, gefur ekkert eftir og er þekkt fyrir sín þrumu innköst. Þá er vert að taka fram að Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar heitins en hann lék á sínum tíma 70 A-landsleiki ásamt því að þjálfa liðið eftir að skórnir fóru upp á hillu. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2000 fyrir FH Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Blanda af fólki. Þú lærir af öllum sem þú vinnur með ásamt því að ræða fótbolta við aðra. En segi Bjössi, Beta og fjölskyldan eru kannski þau stærstu. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Sissy that walk með RuPaul og Both með Todrick Hall. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, Bjössi (eiginmaður), krakkarnir, mamma og Hafsteinn bónuspabbi, tengda fjölskyldan og fleiri. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS í Lýðheilsufræðum frá 2018, og er í Master í Sport Science. Er í starfi hjá Leikmannasamtökum Íslands (LSÍ) núna. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Arsenal. Uppáhalds tölvuleikur? Súper Mario. Uppáhalds matur? Korean Taco ala Bjössi. Fyndnust í landsliðinu? Sveindís og Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Elísa, Elín Metta og Sandra skipta þessu á milli sín. Óstundvísust í landsliðinu? Þær eru allar frekar on time. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Rölta um svæðið sem við erum á. Chilla inn á herbergjum og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekki hugmynd. Átrúnaðargoð í æsku? Pabbi og Egill bróðir Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006 þegar við í Þrótti vorum í æfingaferð Fótbolti EM 2020 í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Sif Atladóttur þarf vart að kynna fyrir nokkru mannsbarni enda verið hluti af íslenska landsliðinu í fleiri ár en hún vill eflaust viðurkenna. Alls hefur hún leikið 89 A-landsleiki en sá fyrsti kom árið 2007. Þá hefur Sif verið hluti af íslenska hópnum á öllum fjórum stórmótunum sem liðið hefur farið á. Sif, sem í dag spilar í Bestu deildinni með Selfossi, en hún hefur leikið með fimm liðum hér á landi. Hún hóf ferilinn með FH en fór þaðan í KR, Þrótt Reykjavík og Val áður en hún hélt til FC Saarbrücken í Þýskalandi árið 2010. Þar stoppaði hún stutt en ári síðar samdi hún við Kristianstad í Svíþjóð. Þar var hún í áratug og var sannkallaður máttarstólpi og á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Sif leikur oftast í stöðu miðvarðar en leysir stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu. Hún er hörð í horn að taka, gefur ekkert eftir og er þekkt fyrir sín þrumu innköst. Þá er vert að taka fram að Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar heitins en hann lék á sínum tíma 70 A-landsleiki ásamt því að þjálfa liðið eftir að skórnir fóru upp á hillu. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2000 fyrir FH Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Blanda af fólki. Þú lærir af öllum sem þú vinnur með ásamt því að ræða fótbolta við aðra. En segi Bjössi, Beta og fjölskyldan eru kannski þau stærstu. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Sissy that walk með RuPaul og Both með Todrick Hall. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, Bjössi (eiginmaður), krakkarnir, mamma og Hafsteinn bónuspabbi, tengda fjölskyldan og fleiri. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS í Lýðheilsufræðum frá 2018, og er í Master í Sport Science. Er í starfi hjá Leikmannasamtökum Íslands (LSÍ) núna. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Arsenal. Uppáhalds tölvuleikur? Súper Mario. Uppáhalds matur? Korean Taco ala Bjössi. Fyndnust í landsliðinu? Sveindís og Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Elísa, Elín Metta og Sandra skipta þessu á milli sín. Óstundvísust í landsliðinu? Þær eru allar frekar on time. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Rölta um svæðið sem við erum á. Chilla inn á herbergjum og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekki hugmynd. Átrúnaðargoð í æsku? Pabbi og Egill bróðir Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006 þegar við í Þrótti vorum í æfingaferð
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira