Gunnhildur Yrsa á því að ungu leikmennirnir geti líka hjálpað þeim eldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 16:01 Reynsluboltarnir Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ganga hér til móts við íslensku blaðamannana ásamt Ómari Smárasyni hjá KSÍ. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mjög spennandi lið byggt upp á reynslumiklum kjarna og í viðbót er komin inn í liðið ein af flottari kynslóðum íslenska kvennafótboltans. Oftar en ekki er talað um að þessar yngri njóti góðs af því að spila með reyndari leikmönnum, sem er auðvitað hárrétt, en þetta gengur líka hina leiðina til baka ef marka má einn af leiðtogum íslenska liðsins, varafyrirliðann Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. „Við erum mjög spenntar og búnar að eiga mjög góðan undirbúning, bæði á Íslandi en svo áttum við góðan leik á móti Póllandi, fórum til Puma og nú erum við loksins mættar til Englands,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Það er búið að vera svolítið geggjað að vera svolítið afsíðis síðustu daga og geta bara einbeitt sér að því að undirbúa sig fyrir EM. Puma var geggjað og ég er ánægð með að við náðum inn þessum leik á móti Póllandi,“ sagði Gunnhildur Yrsa og leikurinn á móti Pólverjum, sem vannst 3-1, var nýttur vel. „Við erum búin að vinna úr honum því sem við þurftu að vinna úr og erum tilbúnar í fyrsta leik,“ sagði Gunnhildur Yrsa og spennustigið í hópnum verður á réttum stað. „Það góða við þennan hóp er þetta eru svo magnaðar stelpur og þótt að spennustigið sé eflaust hátt þá eru allir að díla við það vel. Ég held að maður þurfi að vera svolítið spenntur og stressaður fyrir svona leik. Við þurfum að finna jafnvægið á því og mæta til leiks með sjálfstraust,“ sagði Gunnhildur. Gunnhildur Yrsa er reynslumikil og þekkir það vel að vera í þessari stöðu nú þegar aðeins nokkrar dagar eru í EM. „Ég reyni að hjálpa til eins mikið og ég get. Ungu leikmennirnir geta líka hjálpað okkur eldri. Þetta er góða blanda af leikmönnum og ég er mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Gunnhildur sem talar vel um liðsfélaga sína. „Þetta er svo skemmtilegur hópur að ég get eiginlega ekki lýst þessu. Það er alltaf gaman á æfingu og við erum alltaf að hverja hverja aðra áfram til að vera betri. Ég gæti ekki verið ánægðari með þær,“ sagði Gunnhildur Yrsa. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Oftar en ekki er talað um að þessar yngri njóti góðs af því að spila með reyndari leikmönnum, sem er auðvitað hárrétt, en þetta gengur líka hina leiðina til baka ef marka má einn af leiðtogum íslenska liðsins, varafyrirliðann Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. „Við erum mjög spenntar og búnar að eiga mjög góðan undirbúning, bæði á Íslandi en svo áttum við góðan leik á móti Póllandi, fórum til Puma og nú erum við loksins mættar til Englands,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Það er búið að vera svolítið geggjað að vera svolítið afsíðis síðustu daga og geta bara einbeitt sér að því að undirbúa sig fyrir EM. Puma var geggjað og ég er ánægð með að við náðum inn þessum leik á móti Póllandi,“ sagði Gunnhildur Yrsa og leikurinn á móti Pólverjum, sem vannst 3-1, var nýttur vel. „Við erum búin að vinna úr honum því sem við þurftu að vinna úr og erum tilbúnar í fyrsta leik,“ sagði Gunnhildur Yrsa og spennustigið í hópnum verður á réttum stað. „Það góða við þennan hóp er þetta eru svo magnaðar stelpur og þótt að spennustigið sé eflaust hátt þá eru allir að díla við það vel. Ég held að maður þurfi að vera svolítið spenntur og stressaður fyrir svona leik. Við þurfum að finna jafnvægið á því og mæta til leiks með sjálfstraust,“ sagði Gunnhildur. Gunnhildur Yrsa er reynslumikil og þekkir það vel að vera í þessari stöðu nú þegar aðeins nokkrar dagar eru í EM. „Ég reyni að hjálpa til eins mikið og ég get. Ungu leikmennirnir geta líka hjálpað okkur eldri. Þetta er góða blanda af leikmönnum og ég er mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Gunnhildur sem talar vel um liðsfélaga sína. „Þetta er svo skemmtilegur hópur að ég get eiginlega ekki lýst þessu. Það er alltaf gaman á æfingu og við erum alltaf að hverja hverja aðra áfram til að vera betri. Ég gæti ekki verið ánægðari með þær,“ sagði Gunnhildur Yrsa.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira